Höfum við efni á að búa til afreksfólk? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun