FME upplýsir ekki um eigendur Straums thordur@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 EFtirlit Fjármálaeftirlitið telur sig bundið þagnarskyldu um hverjir séu virkir eigendur Straums. Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri eftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum." Fréttir Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum."
Fréttir Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira