Það verða ekki fleiri álver Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum.Slæmar horfur Framtíðarhorfur á alþjóðlegum álmörkuðum eru slæmar og verð hefur farið lækkandi undanfarið eitt og hálft ár. Það eru afar vondar fréttir fyrir skuldum vafin orkufyrirtæki sem hafa tengt raforkuverð til stóriðju við verð á áli. Í umfjöllun Financial Times um álmarkaðinn, sem birt var 7. október síðastliðinn, segir að verð á áli hafi lítið breyst frá 1980. Á sama tímabili hefur verð á kopar þrefaldast og járngrýti áttfaldast. Enda eru álframleiðendur í miklum vanda staddir að mati blaðsins. Þannig eru framleiðsluverðmæti stærstu álfyrirtækjanna nú 65 milljarðar dala samanborið við 200 milljarða fyrir fimm árum. Þessi þróun stafar af alþjóðlegu efnahagskreppunni, miklum uppsöfnuðum birgðum og mjög aukinni álframleiðslu Kínverja. Árið 2000 framleiddu Kínverjar 2,8 milljónir tonna af áli en á liðnu ári var framleiðslan komin í 17,8 milljónir tonna og nam þá 40% heimsframleiðslunnar. Kínverjar stefna að því að auka ársframleiðsluna um tíu milljónir tonna á næstu þremur til fjórum árum. Á sama tíma sitja tíu milljónir tonna af álbirgðum í vöruhúsum um allan heim. Þetta gerir það að verkum að aðrir álframleiðendur þurfa að halda að sér höndum eða draga úr framleiðslu sinni.Efnahagsleg áhætta Tæp 80% af framleiddri raforku hér á landi eru seld álverum. Nær öll eggin eru því komin í sömu körfuna með meðfylgjandi efnahagslegri áhættu. Eðlileg krafa um ráðdeild í efnahagsmálum hlýtur að leiða okkur til þeirrar niðurstöðu að hér verði ekki reist fleiri álver. Að minnsta kosti hvatti starfshópur iðnaðarráðherra um erlenda fjárfestingu til þess að ekki yrði sóst sérstaklega eftir frekari erlendri fjárfestingu til nýrra álvera, meðal annars vegna þess að hún væri ekki ákjósanleg fyrir íslenskt efnahagslíf vegna einhæfni í atvinnulífinu. Financial Times segir í áðurnefndri umfjöllun sinni að samfélög sem byggja afkomu sína á álframleiðslu verði berskjölduð fyrir þeirri þróun sem nú á sér stað á álmörkuðum.Ofmetin áhrif Að undanförnu hefur runnið upp fyrir flestum að jákvæð efnahagsleg áhrif álvera hafa verið ofmetin. Í Orkustefnu fyrir Ísland segir t.d. að árið 2009 hafi sjávarafurðir numið tæpum 30% af nettóútflutningi vöru og þjónustu, ferðaþjónusta tæpum 15% en ál og kísiljárn einungis tæpum 14%. Það er mjög lágt hlutfall miðað við þá fjárbindingu sem liggur í álverum og virkjunum, svo ekki sé minnst á þær fjárhagsábyrgðir og náttúrufórnir sem þjóðin hefur tekið á sínar herðar. Skýrsla Landsvirkjunar um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi fyrirtækisins til ársins 2035 vekur athygli á litlum efnahagslegum ávinningi stóriðjustefnunnar. Þar segir m.a. að stóriðja leggi aðeins um 1,7% til landsframleiðslunnar, sem endurspegli fyrst og fremst þá staðreynd að innlend framleiðsluþáttanotkun þessara fyrirtækja fyrir utan raforku sé mjög takmörkuð. En þessi litlu efnahagslegu áhrif hafa verið dýru verði keypt. Á nokkurra ára tímabili var fjárfest í Kárahnjúkavirkjun, Hellisheiðarvirkjun og Reykjanesvirkjun upp á 220 milljarða króna. Fyrir þetta greiddi almenningur með óhóflegri styrkingu krónunnar, hækkun vaxta og efnahagsbólu. Á sama tíma og orkufyrirtæki í eigu almennings ráða vart við þær skuldir sem á þau hafa verið hlaðnar upplýsa erlendir eigendur Norðuráls að fyrirtækið sé skuldlaust, einungis fjórtán árum frá því að það hóf rekstur.Gullkistan Ísland Ísland hefur ekki efni á fleiri álverum. Eitt álver enn myndi auka á efnahagslega áhættu í hagkerfinu og leiða til óhóflegrar skuldsetningar fyrirtækja í eigu almennings. Samt krefjast ASÍ og SA álvers, jafnvel tveggja. Einn talsmaður verkalýðshreyfingarinnar orðaði það svo að íslenska kotsamfélagið yrði að veruleika ef hér yrðu ekki byggð fleiri álver! Samt eigum við heimsmetið í raforkuframleiðslu á hvern íbúa með tvöfalt meiri raforkuframleiðslu en næsta þjóð á eftir okkur, við erum sautjánda umsvifamesta fiskveiðiþjóð heims með 2% heildarafla og hingað koma ferðamenn á hverju ári sem eru tvöfalt fleiri en þjóðin. Á þessari gullkistu sitjum við, rétt rúmlega 300.000 manna þjóð. Það að hér þurfi fólk að lifa við fátækt stafar ekki af of lítilli nýtingu auðlinda. Orsakir fátæktar eru aðrar, t.d. gríðarlegar skuldir fólks og fyrirtækja og sú staðreynd að þjóðin hefur ekki fengið eðlilegan arð af auðlindum sínum, hvorki orku né afla. En það þjónar hagsmunum ákveðinna hópa að telja þjóðinni trú um að hana vanti eitt álver enn, kannski tvö. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum.Slæmar horfur Framtíðarhorfur á alþjóðlegum álmörkuðum eru slæmar og verð hefur farið lækkandi undanfarið eitt og hálft ár. Það eru afar vondar fréttir fyrir skuldum vafin orkufyrirtæki sem hafa tengt raforkuverð til stóriðju við verð á áli. Í umfjöllun Financial Times um álmarkaðinn, sem birt var 7. október síðastliðinn, segir að verð á áli hafi lítið breyst frá 1980. Á sama tímabili hefur verð á kopar þrefaldast og járngrýti áttfaldast. Enda eru álframleiðendur í miklum vanda staddir að mati blaðsins. Þannig eru framleiðsluverðmæti stærstu álfyrirtækjanna nú 65 milljarðar dala samanborið við 200 milljarða fyrir fimm árum. Þessi þróun stafar af alþjóðlegu efnahagskreppunni, miklum uppsöfnuðum birgðum og mjög aukinni álframleiðslu Kínverja. Árið 2000 framleiddu Kínverjar 2,8 milljónir tonna af áli en á liðnu ári var framleiðslan komin í 17,8 milljónir tonna og nam þá 40% heimsframleiðslunnar. Kínverjar stefna að því að auka ársframleiðsluna um tíu milljónir tonna á næstu þremur til fjórum árum. Á sama tíma sitja tíu milljónir tonna af álbirgðum í vöruhúsum um allan heim. Þetta gerir það að verkum að aðrir álframleiðendur þurfa að halda að sér höndum eða draga úr framleiðslu sinni.Efnahagsleg áhætta Tæp 80% af framleiddri raforku hér á landi eru seld álverum. Nær öll eggin eru því komin í sömu körfuna með meðfylgjandi efnahagslegri áhættu. Eðlileg krafa um ráðdeild í efnahagsmálum hlýtur að leiða okkur til þeirrar niðurstöðu að hér verði ekki reist fleiri álver. Að minnsta kosti hvatti starfshópur iðnaðarráðherra um erlenda fjárfestingu til þess að ekki yrði sóst sérstaklega eftir frekari erlendri fjárfestingu til nýrra álvera, meðal annars vegna þess að hún væri ekki ákjósanleg fyrir íslenskt efnahagslíf vegna einhæfni í atvinnulífinu. Financial Times segir í áðurnefndri umfjöllun sinni að samfélög sem byggja afkomu sína á álframleiðslu verði berskjölduð fyrir þeirri þróun sem nú á sér stað á álmörkuðum.Ofmetin áhrif Að undanförnu hefur runnið upp fyrir flestum að jákvæð efnahagsleg áhrif álvera hafa verið ofmetin. Í Orkustefnu fyrir Ísland segir t.d. að árið 2009 hafi sjávarafurðir numið tæpum 30% af nettóútflutningi vöru og þjónustu, ferðaþjónusta tæpum 15% en ál og kísiljárn einungis tæpum 14%. Það er mjög lágt hlutfall miðað við þá fjárbindingu sem liggur í álverum og virkjunum, svo ekki sé minnst á þær fjárhagsábyrgðir og náttúrufórnir sem þjóðin hefur tekið á sínar herðar. Skýrsla Landsvirkjunar um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi fyrirtækisins til ársins 2035 vekur athygli á litlum efnahagslegum ávinningi stóriðjustefnunnar. Þar segir m.a. að stóriðja leggi aðeins um 1,7% til landsframleiðslunnar, sem endurspegli fyrst og fremst þá staðreynd að innlend framleiðsluþáttanotkun þessara fyrirtækja fyrir utan raforku sé mjög takmörkuð. En þessi litlu efnahagslegu áhrif hafa verið dýru verði keypt. Á nokkurra ára tímabili var fjárfest í Kárahnjúkavirkjun, Hellisheiðarvirkjun og Reykjanesvirkjun upp á 220 milljarða króna. Fyrir þetta greiddi almenningur með óhóflegri styrkingu krónunnar, hækkun vaxta og efnahagsbólu. Á sama tíma og orkufyrirtæki í eigu almennings ráða vart við þær skuldir sem á þau hafa verið hlaðnar upplýsa erlendir eigendur Norðuráls að fyrirtækið sé skuldlaust, einungis fjórtán árum frá því að það hóf rekstur.Gullkistan Ísland Ísland hefur ekki efni á fleiri álverum. Eitt álver enn myndi auka á efnahagslega áhættu í hagkerfinu og leiða til óhóflegrar skuldsetningar fyrirtækja í eigu almennings. Samt krefjast ASÍ og SA álvers, jafnvel tveggja. Einn talsmaður verkalýðshreyfingarinnar orðaði það svo að íslenska kotsamfélagið yrði að veruleika ef hér yrðu ekki byggð fleiri álver! Samt eigum við heimsmetið í raforkuframleiðslu á hvern íbúa með tvöfalt meiri raforkuframleiðslu en næsta þjóð á eftir okkur, við erum sautjánda umsvifamesta fiskveiðiþjóð heims með 2% heildarafla og hingað koma ferðamenn á hverju ári sem eru tvöfalt fleiri en þjóðin. Á þessari gullkistu sitjum við, rétt rúmlega 300.000 manna þjóð. Það að hér þurfi fólk að lifa við fátækt stafar ekki af of lítilli nýtingu auðlinda. Orsakir fátæktar eru aðrar, t.d. gríðarlegar skuldir fólks og fyrirtækja og sú staðreynd að þjóðin hefur ekki fengið eðlilegan arð af auðlindum sínum, hvorki orku né afla. En það þjónar hagsmunum ákveðinna hópa að telja þjóðinni trú um að hana vanti eitt álver enn, kannski tvö.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar