Meiri metnað, takk! Trausti Júlíusson skrifar 14. nóvember 2012 00:01 Friðrik Ómar Outside the Ring Rigg Outside the Ring er fimmta sólóplata Friðriks Ómars og sú fyrsta sem er eingöngu með frumsömdu efni. Friðrik er afkastamikill og á að baki fjölmargar plötur sem flytjandi, bæði einn og í samstarfi við aðra, til dæmis Guðrúnu Gunnars, Jógvan og Regínu Ósk. Friðrik Ómar er ágætis söngvari og þessi plata er eflaust stórt skref fyrir hann á ferlinum. Hún er líka að mörgu leyti fagmannlega unnin. Vandamálið er bara hvað tónlistin á henni er mikil klisja. Bæði laga- og textasmíðarnar hljóma eins og mörg önnur lög úr heimi júró- og danspopps. Textarnir, sem eru á ensku, fjalla flestir um ástina og hljóma eins og þeir séu endurunnir upp úr ótal öðrum textum. Það er mikill munur á textunum hér og t.d. hjá Páli Óskari sem einnig starfar í heimi diskós og júrópopps. Palli setur alltaf eitthvað af sjálfum sér í textana, en hér er ekkert nema endurtekningar á gömlum frösum. Undantekningin er ljóð Steins Steinars, Utan hringsins, en orðsnilld skáldsins skilar sér ekki vel í ensku þýðinguna. Nú er það auðvitað ekki endilega tilgangurinn með plötuútgáfu að gera eitthvað nýtt og ferskt og kannski er til fullt af fólki sem tekur þessari plötu fagnandi. Persónulega finnst mér hún alltof flöt og óspennandi. Meiri metnað takk! Niðurstaða: Fagmannlega unnið, en óspennandi. Gagnrýni Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Friðrik Ómar Outside the Ring Rigg Outside the Ring er fimmta sólóplata Friðriks Ómars og sú fyrsta sem er eingöngu með frumsömdu efni. Friðrik er afkastamikill og á að baki fjölmargar plötur sem flytjandi, bæði einn og í samstarfi við aðra, til dæmis Guðrúnu Gunnars, Jógvan og Regínu Ósk. Friðrik Ómar er ágætis söngvari og þessi plata er eflaust stórt skref fyrir hann á ferlinum. Hún er líka að mörgu leyti fagmannlega unnin. Vandamálið er bara hvað tónlistin á henni er mikil klisja. Bæði laga- og textasmíðarnar hljóma eins og mörg önnur lög úr heimi júró- og danspopps. Textarnir, sem eru á ensku, fjalla flestir um ástina og hljóma eins og þeir séu endurunnir upp úr ótal öðrum textum. Það er mikill munur á textunum hér og t.d. hjá Páli Óskari sem einnig starfar í heimi diskós og júrópopps. Palli setur alltaf eitthvað af sjálfum sér í textana, en hér er ekkert nema endurtekningar á gömlum frösum. Undantekningin er ljóð Steins Steinars, Utan hringsins, en orðsnilld skáldsins skilar sér ekki vel í ensku þýðinguna. Nú er það auðvitað ekki endilega tilgangurinn með plötuútgáfu að gera eitthvað nýtt og ferskt og kannski er til fullt af fólki sem tekur þessari plötu fagnandi. Persónulega finnst mér hún alltof flöt og óspennandi. Meiri metnað takk! Niðurstaða: Fagmannlega unnið, en óspennandi.
Gagnrýni Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira