Græna hagkerfið á góðri leið Skúli Helgason skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum þann 20. mars síðastliðinn stefnu um eflingu græna hagkerfisins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ríkið skapi aðstæður fyrir uppbyggingu græns hagkerfis með ýmiss konar hagrænum hvötum sem örvi fyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum til að þróa eða taka upp umhverfisvænar lausnir og verkferla. Víða eru grænir sprotar í íslensku atvinnulífi og má þar nefna græna ferðaþjónustu, fyrirtæki á sviði líftækni og umhverfistækni, vistvæna hönnun, lífræna landbúnaðarframleiðslu og svo mætti lengi telja. Verkefnastjórn á vegum forsætisráðuneytis vinnur nú að forgangsröðun tillagna og mati á kostnaði þeirra. Stefnt er að því að strax í byrjun næsta árs verði hafist handa við að innleiða fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins. Þar verður m.a. lögð áhersla á að auka fjárfestingar og skapa atvinnu, innleiða græn vinnubrögð í stjórnsýslunni, auka fræðslu til almennings og fyrirtækja um sjálfbæra þróun og skapa frekari hvata til notkunar umhverfisvænna samgöngumáta. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 3,5 milljörðum króna í græna hagkerfið á næstu þremur árum sem hluta af fjárfestingaáætlun og fer sú tillaga nú til meðferðar og afgreiðslu á Alþingi. Fyrir það fjármagn er m.a. ætlunin að setja á fót sjóð sem fjárfestir í grænni atvinnustarfsemi hér á landi, laða til landsins grænar erlendar fjárfestingar, stuðla að orkuskiptum í skipum, hvetja til ?grænkunar? fyrirtækja með endurgreiðslum og auka áherslu á vistvæn innkaup, en ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 100 milljarða króna og getur sent sterk skilaboð út á markaðinn með því að leggja áherslu á innkaup sem uppfylla umhverfiskröfur. Miklar deilur stóðu um árabil um þá stóriðjustefnu sem stjórnvöld ráku á árunum 1995 til 2007. Með eflingu græna hagkerfisins sendum við skýr skilaboð um breytta stefnu þar sem sköpun atvinnu og verðmæta er í góðu samræmi við umhverfisvernd og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum þann 20. mars síðastliðinn stefnu um eflingu græna hagkerfisins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ríkið skapi aðstæður fyrir uppbyggingu græns hagkerfis með ýmiss konar hagrænum hvötum sem örvi fyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum til að þróa eða taka upp umhverfisvænar lausnir og verkferla. Víða eru grænir sprotar í íslensku atvinnulífi og má þar nefna græna ferðaþjónustu, fyrirtæki á sviði líftækni og umhverfistækni, vistvæna hönnun, lífræna landbúnaðarframleiðslu og svo mætti lengi telja. Verkefnastjórn á vegum forsætisráðuneytis vinnur nú að forgangsröðun tillagna og mati á kostnaði þeirra. Stefnt er að því að strax í byrjun næsta árs verði hafist handa við að innleiða fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins. Þar verður m.a. lögð áhersla á að auka fjárfestingar og skapa atvinnu, innleiða græn vinnubrögð í stjórnsýslunni, auka fræðslu til almennings og fyrirtækja um sjálfbæra þróun og skapa frekari hvata til notkunar umhverfisvænna samgöngumáta. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 3,5 milljörðum króna í græna hagkerfið á næstu þremur árum sem hluta af fjárfestingaáætlun og fer sú tillaga nú til meðferðar og afgreiðslu á Alþingi. Fyrir það fjármagn er m.a. ætlunin að setja á fót sjóð sem fjárfestir í grænni atvinnustarfsemi hér á landi, laða til landsins grænar erlendar fjárfestingar, stuðla að orkuskiptum í skipum, hvetja til ?grænkunar? fyrirtækja með endurgreiðslum og auka áherslu á vistvæn innkaup, en ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 100 milljarða króna og getur sent sterk skilaboð út á markaðinn með því að leggja áherslu á innkaup sem uppfylla umhverfiskröfur. Miklar deilur stóðu um árabil um þá stóriðjustefnu sem stjórnvöld ráku á árunum 1995 til 2007. Með eflingu græna hagkerfisins sendum við skýr skilaboð um breytta stefnu þar sem sköpun atvinnu og verðmæta er í góðu samræmi við umhverfisvernd og sjálfbærni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun