Nashyrningar í krossaprófi Pawel Bartoszek skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar