Ógnvænlegt – fólk þorir ekki að standa á rétti sínum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2010 kom fram að hann hefði orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnurekstri treystu sér illa til þess að bera fram formlegar kvartanir vegna eftirlitsstjórnvalda og bæru þá við ótta um að þeim yrði hegnt af hálfu stjórnvaldsins þegar kæmi að ákvörðunum í málum þeirra og tilefni til eftirlits. Slík framkoma eftirlitsstofnana á auðvitað ekki að líðast. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2011 kemur fram að ef einstaklingur hafi kvartað til Umboðsmanns líði hann fyrir það. Í stuttu máli: Einstaklingur kvartar til Umboðsmanns vegna þess að mál hans er ekki afgreitt innan tilsetts tíma. Þá dregur stjórnvaldið enn lappirnar og nú í skjóli þess að Umboðsmaður hefur kvörtunina til meðferðar. Hvers lags er þetta eiginlega? Vald er vandmeðfarið. Það er alltaf óþolandi þegar sá sem valdið hefur misbeitir því. Þetta á alltaf við, sérstaklega þegar hið opinbera á í hlut. Hið opinbera er til fyrir okkur öll og til að þjóna okkur öllum. Sérstakar reglur eru til um hvernig fólk í opinberum störfum á að starfa. Þessar reglur heita stjórnsýslulög. Telji fólk að þessi lög séu brotin á það að láta reyna á rétt sinn – ekki hika við það. Umboðsmaður Alþingis tekur það óstinnt upp ef hann hefur veður af því að það komi á einhvern hátt niður á þeim sem vilja standa á rétti sínum. Mörgu þarf að breyta og margt að laga í stjórnsýslunni. Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2010 kom fram að hann hefði orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnurekstri treystu sér illa til þess að bera fram formlegar kvartanir vegna eftirlitsstjórnvalda og bæru þá við ótta um að þeim yrði hegnt af hálfu stjórnvaldsins þegar kæmi að ákvörðunum í málum þeirra og tilefni til eftirlits. Slík framkoma eftirlitsstofnana á auðvitað ekki að líðast. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2011 kemur fram að ef einstaklingur hafi kvartað til Umboðsmanns líði hann fyrir það. Í stuttu máli: Einstaklingur kvartar til Umboðsmanns vegna þess að mál hans er ekki afgreitt innan tilsetts tíma. Þá dregur stjórnvaldið enn lappirnar og nú í skjóli þess að Umboðsmaður hefur kvörtunina til meðferðar. Hvers lags er þetta eiginlega? Vald er vandmeðfarið. Það er alltaf óþolandi þegar sá sem valdið hefur misbeitir því. Þetta á alltaf við, sérstaklega þegar hið opinbera á í hlut. Hið opinbera er til fyrir okkur öll og til að þjóna okkur öllum. Sérstakar reglur eru til um hvernig fólk í opinberum störfum á að starfa. Þessar reglur heita stjórnsýslulög. Telji fólk að þessi lög séu brotin á það að láta reyna á rétt sinn – ekki hika við það. Umboðsmaður Alþingis tekur það óstinnt upp ef hann hefur veður af því að það komi á einhvern hátt niður á þeim sem vilja standa á rétti sínum. Mörgu þarf að breyta og margt að laga í stjórnsýslunni. Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar