Hvers konar þjóðkirkjuákvæði? Hjalti Hugason skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Lokatölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október urðu athyglisverðar. Tæpur helmingur þeirra sem kosningarrétt höfðu mætti á kjörstað. Um tveir þriðju vilja að frumvarp Stjórnlagaráðs verði lagt til grundvallar við áframhaldandi meðferð málsins á vegum Alþingis, stjórnarskrárgjafans. Þó vék nokkur meirihluti kjósenda frá þessari meginvísbendingu með því að svara spurningu nr. 3 með „Já"-i en þar var spurt: „ Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?"19. gr. stenst ekki Það augljósa í stöðunni er að þrátt fyrir mikið fylgi við tillögur Stjórnlagaráðs verður að víkja 19. gr. þeirra til hliðar en þar segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Mikill stuðningur við tillögur ráðsins í heild veldur því þó að reyna verður að fara sem næst þeim grunni. Þó verður að gæta þessa að í stjórnarskránni verði „ákvæði um þjóðkirkju" sem rís undir nafni.Hvað merkir „Já"? Spurning nr. 3 í atkvæðagreiðslunni hljómaði ekki upp á óbreytta 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá. Þannig var spurningin orðuð á undirbúningsstigi en var breytt á síðari stigum. Af þeim sökum var frá upphafi ljóst að ekki var mögulegt að líta svo á að „Já" jafngilti atkvæði er greitt væri með óbreyttri 62. gr. En hvað merkir „Já"-ið þá? Við sem svöruðum með „Já"-i getum hafa lagt mismunandi merkingu í svarið. Óhjákvæmilega höfum við þó átt við að í nýrri stjórnarkrá skuli vera ákvæði einhvers staðar á litrófinu frá núgildandi 62. gr. og langleiðina í áttina að 19. gr. stjórnlagaráðs – en þó ekki alla leiðina þangað. Við hljótum að hafa verið sammála um að þjóðkirkjuhugtakið skyldi koma fyrir í stjórnarskrártextanum. Annars væri vart um þjóðkirkjuákvæði að ræða. Verkefnið sem nú liggur fyrir er þetta: Hversu nærri tillögu stjórnlagaráðs er mögulegt að fara til að ná þó fram marktæku þjóðkirkjuákvæði sem jafnframt er þó þannig lagað að það geti orðið grunnur að trúmálarétti fyrir 21. öld?Fær leið Ein leið til þessa er að orða nýja 19. gr. í frumvarpi byggðu á tillögu stjórnlagaráðs á eftirfarandi hátt: Kveða skal á um stöðu þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Nú samþykkir Alþingi breytingu á ákvæðum laga um stöðu þjóðkirkjunnar og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Í ákvæði sem þessu er farin sama leið og í 19. gr. stjórnlagaráðs með því að skapa stjórnarskrárgrunn undir lagaákvæði þar sem nánar er kveðið á um stöðu þjóðkirkjunnar. Ákvæðið gengur þó mun lengra en 19. gr. stjórnlagaráðs. Þar er um heimildarákvæði að ræða. Hér er lögð sú skylda á löggjafann að kveða á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þá kemur þjóðkirkjuhugtakið fyrir í ákvæðinu öfugt við það sem uppi er á teningnum hjá stjórnlagaráði. Af ákvæðinu er því ljóst að í landinu starfar þjóðkirkja, að málefni hennar heyra undir opinberan rétt, að staða hennar sem þjóðkirkju er skilgreind í lögum og að þjóðin hefur síðasta orðið þegar um breytingar á stöðu þjóðkirkjunnar er að ræða rétt eins og nú er.Stjórnarskrárgrunnur undir trúmálarétt Styrkleiki þeirrar tillögu sem hér er kynnt felst í því að hún skapar stjórnarskrárgrunn undir trúmálarétt sem er þó sveigjanlegri og rúmar meiri jöfnuð en 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Því er slegið föstu að kveðið skuli á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þetta er nú gert í 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þar segir: Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni. Verði fyrrgreind tillaga samþykkt verður þessari grein laganna eða hliðstæðu hennar ekki breytt án þjóðaratkvæðagreiðslu. Öðrum greinum laganna má hins vegar breyta án slíkrar vegferðar. Að þessu leyti er tillagan afdráttarlausari en tillaga stjórnlagaráðs sem kvað á um „kirkjuskipan ríkisins" og þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á henni. Að vísu kann samstaða að hafa ríkt um að inntak „kirkjuskipanar ríkisins" væri hvorki neitt meira né minna en að ofan greinir. Það er þó kostur að vera laus við tækniheiti í stjórnarskrá sem kalla á sérstaka túlkun – jafnvel sögulega túlkun á því hvað „kirkjuskipan ríkisins" merkti árið 1920 þegar orðalagið komst inn í stjórnarskrána. Í tillögunni er einnig áskilið að kveðið skuli á um stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Það er nú gert í lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 sem í framtíðinni munu vonandi áskilja lífsskoðunarfélögum sambærilegan rétt til skráningar og trúfélög njóta nú að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind verða í lögnum. Á stöðu þjóðkirkjunnar og stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga er sá meginmunur að ákvæðum laga um stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga má breyta án þjóðaratkvæðagreiðslu enda skarast þau ekki við þjóðina með neinu sambærilegu móti og þjóðkirkjan. Í tillögunni er því tekið tillit til sérstöðu hennar hvað stærð og samfélagsleg hlutverk áhrærir. Það skyggir ekki á þjóðkirkjuna þótt öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum sé skapaður traustari stjórnarskrárgrunnur en nú er jafnvel þó það sé gert í þeirri grein sem um hana fjallar. Í því efni rúmast ofangreind tillaga enda innan ályktunar aukakirkjuþings þjóðkirkjunnar sem kallað var saman í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar en henni lauk með orðunum: …hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Lokatölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október urðu athyglisverðar. Tæpur helmingur þeirra sem kosningarrétt höfðu mætti á kjörstað. Um tveir þriðju vilja að frumvarp Stjórnlagaráðs verði lagt til grundvallar við áframhaldandi meðferð málsins á vegum Alþingis, stjórnarskrárgjafans. Þó vék nokkur meirihluti kjósenda frá þessari meginvísbendingu með því að svara spurningu nr. 3 með „Já"-i en þar var spurt: „ Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?"19. gr. stenst ekki Það augljósa í stöðunni er að þrátt fyrir mikið fylgi við tillögur Stjórnlagaráðs verður að víkja 19. gr. þeirra til hliðar en þar segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Mikill stuðningur við tillögur ráðsins í heild veldur því þó að reyna verður að fara sem næst þeim grunni. Þó verður að gæta þessa að í stjórnarskránni verði „ákvæði um þjóðkirkju" sem rís undir nafni.Hvað merkir „Já"? Spurning nr. 3 í atkvæðagreiðslunni hljómaði ekki upp á óbreytta 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá. Þannig var spurningin orðuð á undirbúningsstigi en var breytt á síðari stigum. Af þeim sökum var frá upphafi ljóst að ekki var mögulegt að líta svo á að „Já" jafngilti atkvæði er greitt væri með óbreyttri 62. gr. En hvað merkir „Já"-ið þá? Við sem svöruðum með „Já"-i getum hafa lagt mismunandi merkingu í svarið. Óhjákvæmilega höfum við þó átt við að í nýrri stjórnarkrá skuli vera ákvæði einhvers staðar á litrófinu frá núgildandi 62. gr. og langleiðina í áttina að 19. gr. stjórnlagaráðs – en þó ekki alla leiðina þangað. Við hljótum að hafa verið sammála um að þjóðkirkjuhugtakið skyldi koma fyrir í stjórnarskrártextanum. Annars væri vart um þjóðkirkjuákvæði að ræða. Verkefnið sem nú liggur fyrir er þetta: Hversu nærri tillögu stjórnlagaráðs er mögulegt að fara til að ná þó fram marktæku þjóðkirkjuákvæði sem jafnframt er þó þannig lagað að það geti orðið grunnur að trúmálarétti fyrir 21. öld?Fær leið Ein leið til þessa er að orða nýja 19. gr. í frumvarpi byggðu á tillögu stjórnlagaráðs á eftirfarandi hátt: Kveða skal á um stöðu þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Nú samþykkir Alþingi breytingu á ákvæðum laga um stöðu þjóðkirkjunnar og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Í ákvæði sem þessu er farin sama leið og í 19. gr. stjórnlagaráðs með því að skapa stjórnarskrárgrunn undir lagaákvæði þar sem nánar er kveðið á um stöðu þjóðkirkjunnar. Ákvæðið gengur þó mun lengra en 19. gr. stjórnlagaráðs. Þar er um heimildarákvæði að ræða. Hér er lögð sú skylda á löggjafann að kveða á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þá kemur þjóðkirkjuhugtakið fyrir í ákvæðinu öfugt við það sem uppi er á teningnum hjá stjórnlagaráði. Af ákvæðinu er því ljóst að í landinu starfar þjóðkirkja, að málefni hennar heyra undir opinberan rétt, að staða hennar sem þjóðkirkju er skilgreind í lögum og að þjóðin hefur síðasta orðið þegar um breytingar á stöðu þjóðkirkjunnar er að ræða rétt eins og nú er.Stjórnarskrárgrunnur undir trúmálarétt Styrkleiki þeirrar tillögu sem hér er kynnt felst í því að hún skapar stjórnarskrárgrunn undir trúmálarétt sem er þó sveigjanlegri og rúmar meiri jöfnuð en 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Því er slegið föstu að kveðið skuli á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þetta er nú gert í 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þar segir: Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni. Verði fyrrgreind tillaga samþykkt verður þessari grein laganna eða hliðstæðu hennar ekki breytt án þjóðaratkvæðagreiðslu. Öðrum greinum laganna má hins vegar breyta án slíkrar vegferðar. Að þessu leyti er tillagan afdráttarlausari en tillaga stjórnlagaráðs sem kvað á um „kirkjuskipan ríkisins" og þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á henni. Að vísu kann samstaða að hafa ríkt um að inntak „kirkjuskipanar ríkisins" væri hvorki neitt meira né minna en að ofan greinir. Það er þó kostur að vera laus við tækniheiti í stjórnarskrá sem kalla á sérstaka túlkun – jafnvel sögulega túlkun á því hvað „kirkjuskipan ríkisins" merkti árið 1920 þegar orðalagið komst inn í stjórnarskrána. Í tillögunni er einnig áskilið að kveðið skuli á um stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Það er nú gert í lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 sem í framtíðinni munu vonandi áskilja lífsskoðunarfélögum sambærilegan rétt til skráningar og trúfélög njóta nú að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind verða í lögnum. Á stöðu þjóðkirkjunnar og stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga er sá meginmunur að ákvæðum laga um stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga má breyta án þjóðaratkvæðagreiðslu enda skarast þau ekki við þjóðina með neinu sambærilegu móti og þjóðkirkjan. Í tillögunni er því tekið tillit til sérstöðu hennar hvað stærð og samfélagsleg hlutverk áhrærir. Það skyggir ekki á þjóðkirkjuna þótt öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum sé skapaður traustari stjórnarskrárgrunnur en nú er jafnvel þó það sé gert í þeirri grein sem um hana fjallar. Í því efni rúmast ofangreind tillaga enda innan ályktunar aukakirkjuþings þjóðkirkjunnar sem kallað var saman í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar en henni lauk með orðunum: …hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun