Hæstaréttardómur yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Nýfallinn dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er sigur fyrir lántakendur en jafnframt mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina sem brást heimilum og fyrirtækjum alvarlega í þessu máli og kaus að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja. Flumbrugangur í lagasetninguNiðurstaða hæstaréttar er í samræmi við þá gagnrýni sem ég, samtök lánþega og margir fleiri hafa sett fram vegna endurútreikninga bankanna í kjölfar laga nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin keyrði í gegnum þingið í miklum flýti í desember 2010. Gagnrýnin beindist að því að ekki væri í lögunum tekið tillit til þess að skuldari hefði þegar greitt inn á höfuðstól lánsins, beitingu vaxtavaxta og hvenær byrja ætti að reikna vexti Seðlabankans á lánin, afturvirkni vaxta o.s.frv. Ég benti á ófullkomleika frumvarpsins sem Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti með þessum lögum. Ég sagði að ekki hefði verið vandað til verka við lagasetningu á þinginu og að þeir sem myndu hagnast á þessum flumbrugangi væru eigendur bankanna, erlendir kröfuhafar og ríkið í tilfelli Landsbankans. Í ársbyrjun 2011 setti ég jafnframt á heimasíðu mína reiknivél sem ég kallaði Lánareikni (http://gudlaugurthor.is/2011/05/lanareiknir/) til að vekja athygli á því óréttlæti sem í lögunum fólst. Ég hvatti fólk þá og hvet enn til að setja forsendur lána sinna inn í Lánareikninn. Þar getur fólk sett inn sínar eigin lánaforsendur og metið hvaða áhrif það hefur að nota reikniaðferð ríkisstjórnarinnar í samanburði við reikniaðferðir sem Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi og Veritas lögmenn kynntu. Ég hvet það fólk sem er með erlend lán að setja forsendurnar sínar í Lánareikninn. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við Veritas lögmenn. Varnaðarorð voru viðhöfðVarnaðarorð komu úr mörgum áttum en ríkisstjórnin gerði ekkert í málinu. Frumvarpi um flýtimeðferð gengislána var hafnað. Frumvarpi um að tekið yrði tillit til greiðslu inn á höfuðstól sömuleiðis. Við setningu Árna Páls-laganna var því haldið fram að lögin myndu eyða óvissu! Það gerðist ekki, óvissan jókst. Frumvörpum okkar sjálfstæðismanna um flýtimeðferð gengislána var ítrekað hafnað. Sigurður Kári flutti frumvarpið fyrst 24.06.2010 og þrátt fyrir ítrekaða framlagningu fór það aldrei í gegn. Hverjir tapa?Hvaða afleiðingar hafa rangir útreikningar bankanna haft fyrir fólk og fyrirtæki í landinu? Enginn veit það, en við vitum að afleiðingarnar eru alvarlegar. Við vitum ekki hversu alvarlegar. Hversu margir hafa misst eignir, atvinnutæki og fyrirtæki vegna þessa? Ég hef spurt um stöðu þessara aðila á fundum efnahags- og viðskiptanefndar en það er, kannski skiljanlega, lítið um svör. Það eina sem við vitum er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnanir tóku hagsmuni fjármálafyrirtækjanna fram yfir hagsmuni lántakenda. Ríkisendurskoðun komi upp reiknivélÞví miður er óvissunni ekki eytt. Það á eftir að fá úr ýmsum álitamálum skorið. Almenna reglan er að fjármálafyrirtækin fara með öll álitamál fyrir dómstóla. Yfirlýsingar stjórnvalda um að lok fáist í þau fyrir áramót munu ekki ganga eftir. Mikilvægt er að fólk geti treyst að endurútreikningar bankanna standist. Aðstöðumunur á milli lántakenda og fjármálafyrirtækjanna er mjög mikill. Ég tel því að þingið eigi að beita sér fyrir því að fólki verði gert kleift að sækja sér ráðgjöf til óháðra aðila án verulegra fjárútláta. Að fólk hafi aðgang að reiknivél svipaðri þeirri sem er á heimasíðunni minni Gudlaugurthor.is. Eftirlitsaðilar hefðu átt að koma slíkri vél upp fyrir löngu síðan. Þeir hefðu átt að gæta hagsmuna lántakenda en þeir gerðu það ekki. Þess vegna legg ég til að Ríkisendurskoðun verði falið þetta verkefni. Það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir fólk og smáatvinnurekendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er sigur fyrir lántakendur en jafnframt mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina sem brást heimilum og fyrirtækjum alvarlega í þessu máli og kaus að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja. Flumbrugangur í lagasetninguNiðurstaða hæstaréttar er í samræmi við þá gagnrýni sem ég, samtök lánþega og margir fleiri hafa sett fram vegna endurútreikninga bankanna í kjölfar laga nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin keyrði í gegnum þingið í miklum flýti í desember 2010. Gagnrýnin beindist að því að ekki væri í lögunum tekið tillit til þess að skuldari hefði þegar greitt inn á höfuðstól lánsins, beitingu vaxtavaxta og hvenær byrja ætti að reikna vexti Seðlabankans á lánin, afturvirkni vaxta o.s.frv. Ég benti á ófullkomleika frumvarpsins sem Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti með þessum lögum. Ég sagði að ekki hefði verið vandað til verka við lagasetningu á þinginu og að þeir sem myndu hagnast á þessum flumbrugangi væru eigendur bankanna, erlendir kröfuhafar og ríkið í tilfelli Landsbankans. Í ársbyrjun 2011 setti ég jafnframt á heimasíðu mína reiknivél sem ég kallaði Lánareikni (http://gudlaugurthor.is/2011/05/lanareiknir/) til að vekja athygli á því óréttlæti sem í lögunum fólst. Ég hvatti fólk þá og hvet enn til að setja forsendur lána sinna inn í Lánareikninn. Þar getur fólk sett inn sínar eigin lánaforsendur og metið hvaða áhrif það hefur að nota reikniaðferð ríkisstjórnarinnar í samanburði við reikniaðferðir sem Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi og Veritas lögmenn kynntu. Ég hvet það fólk sem er með erlend lán að setja forsendurnar sínar í Lánareikninn. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við Veritas lögmenn. Varnaðarorð voru viðhöfðVarnaðarorð komu úr mörgum áttum en ríkisstjórnin gerði ekkert í málinu. Frumvarpi um flýtimeðferð gengislána var hafnað. Frumvarpi um að tekið yrði tillit til greiðslu inn á höfuðstól sömuleiðis. Við setningu Árna Páls-laganna var því haldið fram að lögin myndu eyða óvissu! Það gerðist ekki, óvissan jókst. Frumvörpum okkar sjálfstæðismanna um flýtimeðferð gengislána var ítrekað hafnað. Sigurður Kári flutti frumvarpið fyrst 24.06.2010 og þrátt fyrir ítrekaða framlagningu fór það aldrei í gegn. Hverjir tapa?Hvaða afleiðingar hafa rangir útreikningar bankanna haft fyrir fólk og fyrirtæki í landinu? Enginn veit það, en við vitum að afleiðingarnar eru alvarlegar. Við vitum ekki hversu alvarlegar. Hversu margir hafa misst eignir, atvinnutæki og fyrirtæki vegna þessa? Ég hef spurt um stöðu þessara aðila á fundum efnahags- og viðskiptanefndar en það er, kannski skiljanlega, lítið um svör. Það eina sem við vitum er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnanir tóku hagsmuni fjármálafyrirtækjanna fram yfir hagsmuni lántakenda. Ríkisendurskoðun komi upp reiknivélÞví miður er óvissunni ekki eytt. Það á eftir að fá úr ýmsum álitamálum skorið. Almenna reglan er að fjármálafyrirtækin fara með öll álitamál fyrir dómstóla. Yfirlýsingar stjórnvalda um að lok fáist í þau fyrir áramót munu ekki ganga eftir. Mikilvægt er að fólk geti treyst að endurútreikningar bankanna standist. Aðstöðumunur á milli lántakenda og fjármálafyrirtækjanna er mjög mikill. Ég tel því að þingið eigi að beita sér fyrir því að fólki verði gert kleift að sækja sér ráðgjöf til óháðra aðila án verulegra fjárútláta. Að fólk hafi aðgang að reiknivél svipaðri þeirri sem er á heimasíðunni minni Gudlaugurthor.is. Eftirlitsaðilar hefðu átt að koma slíkri vél upp fyrir löngu síðan. Þeir hefðu átt að gæta hagsmuna lántakenda en þeir gerðu það ekki. Þess vegna legg ég til að Ríkisendurskoðun verði falið þetta verkefni. Það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir fólk og smáatvinnurekendur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun