Skötuselur og "Gælugrjót“ Stefán Þór Helgason skrifar 31. október 2012 08:00 Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljótari fiskum sem veiðast við Íslandsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta fram hjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herramannsmatur. Eitt þekktasta dæmið á veraldarvísu um það hvernig viðhorf getur breytt virði hluta er sennilega ævintýrið um „Gælugrjótið" eða „Pet Rock" sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar. Þar var á ferðinni Gary nokkur Dahl, amerískur markaðsmaður og yfirmaður á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á spjalli við félaga sína eitt aprílkvöldið árið 1975 þegar talið barst að því hversu mikið umstang fylgdi því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í hálfkæringi að auðveldast væri hreinlega að eiga grjót fyrir gæludýr – því þyrfti ekkert að sinna og uppihald þess kostaði ekki neitt. Stuttu seinna ákvað Dahl að setja hefðbundið fjörugrjót í gjafaöskjur ásamt umhirðuleiðbeiningum í gamansömum tón og á fáeinum mánuðum tókst Dahl að selja yfir eina og hálfa milljón „Gælugrjót". Þar með var hann orðinn milljónamæringur á því að selja grjót í gjafaöskjum! Það er öllum hollt að taka Dahl sér til fyrirmyndar og skoða tækifærin sem felast í verðlitlum hversdagslegum hlutum allt í kringum okkur. Um þessar mundir gefst framhaldsskólanemum gott tækifæri til þess því nú stendur yfir hugmyndasamkeppni þeirra á meðal sem gengur einmitt út á þetta: Að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur fengið hátæknifyrirtækið Marel og Samtök atvinnulífsins með sér í lið en saman standa þessir aðilar að Snilldarlausnum Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. Fyrir utan ánægjuna af því að skapa eru bestu hugmyndirnar verðlaunaðar með peningaupphæðum sem vonandi verða þessum ungu frumkvöðlum grundvöllur til frekari dáða. Á heimasíðu keppninnar, Snilldarlausnir.is, má fræðast frekar um hana. Hagsæld Íslands næstu áratugi byggir á nýsköpun og frjórri hugsun ungs fólks og því er ekki seinna vænna en að hefjast handa strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljótari fiskum sem veiðast við Íslandsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta fram hjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herramannsmatur. Eitt þekktasta dæmið á veraldarvísu um það hvernig viðhorf getur breytt virði hluta er sennilega ævintýrið um „Gælugrjótið" eða „Pet Rock" sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar. Þar var á ferðinni Gary nokkur Dahl, amerískur markaðsmaður og yfirmaður á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á spjalli við félaga sína eitt aprílkvöldið árið 1975 þegar talið barst að því hversu mikið umstang fylgdi því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í hálfkæringi að auðveldast væri hreinlega að eiga grjót fyrir gæludýr – því þyrfti ekkert að sinna og uppihald þess kostaði ekki neitt. Stuttu seinna ákvað Dahl að setja hefðbundið fjörugrjót í gjafaöskjur ásamt umhirðuleiðbeiningum í gamansömum tón og á fáeinum mánuðum tókst Dahl að selja yfir eina og hálfa milljón „Gælugrjót". Þar með var hann orðinn milljónamæringur á því að selja grjót í gjafaöskjum! Það er öllum hollt að taka Dahl sér til fyrirmyndar og skoða tækifærin sem felast í verðlitlum hversdagslegum hlutum allt í kringum okkur. Um þessar mundir gefst framhaldsskólanemum gott tækifæri til þess því nú stendur yfir hugmyndasamkeppni þeirra á meðal sem gengur einmitt út á þetta: Að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur fengið hátæknifyrirtækið Marel og Samtök atvinnulífsins með sér í lið en saman standa þessir aðilar að Snilldarlausnum Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. Fyrir utan ánægjuna af því að skapa eru bestu hugmyndirnar verðlaunaðar með peningaupphæðum sem vonandi verða þessum ungu frumkvöðlum grundvöllur til frekari dáða. Á heimasíðu keppninnar, Snilldarlausnir.is, má fræðast frekar um hana. Hagsæld Íslands næstu áratugi byggir á nýsköpun og frjórri hugsun ungs fólks og því er ekki seinna vænna en að hefjast handa strax í dag.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun