Margrét Lára: Ég hefði ekki viljað missa af þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2012 07:00 Stelpurnar fagna hér marki Katrínar Ómarsdóttur sem kom íslenska liðinu í 2-0 eftir aðeins tólf mínútna leik. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira