Draumurinn rættist hjá stelpunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2012 06:00 Edda Garðarsdóttir og Sif Atladóttir tóku nokkur sigurspor í leikslok við mikinn fögnuð. Mynd/Stefán Ísland tekur þátt í úrslitakeppni EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Það varð ljóst eftir 3-2 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gær en þar með vann Ísland samanlagðan 6-4 sigur í umspilseinvígi liðanna. Stelpurnar voru vel studdar af 6.647 áhorfendum í gær en þar með var slegið aðsóknarmet á kvennaknattspyrnuleik hér á landi. Gamla metið var orðið fimm ára gamalt og sett á landsleik Íslands og Serbíu. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við erum að uppskera árangur tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur. Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn frábær. Í fyrsta sinn þurfti að opna hina stúkuna [austanmegin við völlinn] og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," bætti hann við. Leikurinn í gær var keimlíkur fyrri leik liðanna í Úkraínu um helgina. Ísland byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Katrínar Ómarsdóttur. En Úkraína svaraði fyrir sig með tveimur mörkum og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. Sigurður Ragnar brást við með því að setja varamanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og aðeins fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Úkraínu var Dagný búin að skora. „Dagný kom ótrúlega sterk inn," sagði hann. „Boltinn var að vísu svolítið lengi á leiðinni inn í markið en hann fór sem betur fer inn. Það er frábært að eiga svona leikmenn á bekknum," bætti hann við. Sigurður Ragnar segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan. „Við vorum betri en það verður samt að hrósa úkraínska liðinu, enda hörkulið. Við vorum stundum í eltingarleik en þegar við komumst í návígi þá höfðum við yfirhöndina. Mér fannst við sýna karakter og vilja og það var það sem stóð upp úr í leiknum í dag." Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók undir þessi orð. „Það fór samt um mann þegar þær jöfnuðu en einhvern veginn náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá kom Dagný inn og kláraði þetta. Það var yndislegt. Nú förum við til Svíþjóðar reynslunni ríkari eftir að hafa spilað á EM 2009 og skiptir það miklu máli í stórmóti sem þessu." Sigurður Ragnar segir markmiðið að gera betur á EM í sumar en síðast en þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum og sat eftir í riðlinum. „Það er frábært fyrir þær ungu stelpur sem voru ekki með okkur síðast að kynnast því að spila á stórmóti. Við erum líka með reynslubolta og því með góða blöndu í leikmannahópnum. Við ætlum að gera betur en síðast." Katrín fór fyrir Íslandi á EM fyrir fjórum árum og ætlar að gera það aftur nú. „Það er skemmtilegur vetur fram undan og ekkert annað að gera en að æfa vel. Það kemur ekki til greina að hætta núna - hverjum myndi detta það í hug svo stuttu fyrir Evrópumeistaramót," sagði hún og brosti breitt. „Það er einfaldlega ekki hægt." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Ísland tekur þátt í úrslitakeppni EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Það varð ljóst eftir 3-2 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gær en þar með vann Ísland samanlagðan 6-4 sigur í umspilseinvígi liðanna. Stelpurnar voru vel studdar af 6.647 áhorfendum í gær en þar með var slegið aðsóknarmet á kvennaknattspyrnuleik hér á landi. Gamla metið var orðið fimm ára gamalt og sett á landsleik Íslands og Serbíu. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við erum að uppskera árangur tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur. Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn frábær. Í fyrsta sinn þurfti að opna hina stúkuna [austanmegin við völlinn] og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," bætti hann við. Leikurinn í gær var keimlíkur fyrri leik liðanna í Úkraínu um helgina. Ísland byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Katrínar Ómarsdóttur. En Úkraína svaraði fyrir sig með tveimur mörkum og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. Sigurður Ragnar brást við með því að setja varamanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og aðeins fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Úkraínu var Dagný búin að skora. „Dagný kom ótrúlega sterk inn," sagði hann. „Boltinn var að vísu svolítið lengi á leiðinni inn í markið en hann fór sem betur fer inn. Það er frábært að eiga svona leikmenn á bekknum," bætti hann við. Sigurður Ragnar segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan. „Við vorum betri en það verður samt að hrósa úkraínska liðinu, enda hörkulið. Við vorum stundum í eltingarleik en þegar við komumst í návígi þá höfðum við yfirhöndina. Mér fannst við sýna karakter og vilja og það var það sem stóð upp úr í leiknum í dag." Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók undir þessi orð. „Það fór samt um mann þegar þær jöfnuðu en einhvern veginn náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá kom Dagný inn og kláraði þetta. Það var yndislegt. Nú förum við til Svíþjóðar reynslunni ríkari eftir að hafa spilað á EM 2009 og skiptir það miklu máli í stórmóti sem þessu." Sigurður Ragnar segir markmiðið að gera betur á EM í sumar en síðast en þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum og sat eftir í riðlinum. „Það er frábært fyrir þær ungu stelpur sem voru ekki með okkur síðast að kynnast því að spila á stórmóti. Við erum líka með reynslubolta og því með góða blöndu í leikmannahópnum. Við ætlum að gera betur en síðast." Katrín fór fyrir Íslandi á EM fyrir fjórum árum og ætlar að gera það aftur nú. „Það er skemmtilegur vetur fram undan og ekkert annað að gera en að æfa vel. Það kemur ekki til greina að hætta núna - hverjum myndi detta það í hug svo stuttu fyrir Evrópumeistaramót," sagði hún og brosti breitt. „Það er einfaldlega ekki hægt."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti