Orð skulu standa – eða hvað? 25. október 2012 06:00 Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Sjá meira
Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun