Grafa goshús upp og byggja hvolfþak yfir 20. október 2012 08:00 Kraftur er nú í uppgreftri húss Gerðar G. Sigurðardóttur og Guðna Ólafssonar heitins. Til þess er tekið hversu heilleg málningin er á húsinu. Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira