Hagsmunir Orkuveitunnar og almennings Sóley Tómasdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar