Kjör og nám kennara Björgvin G. Sigurðsson skrifar 12. október 2012 00:00 Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist. Hins vegar virðist sem lenging námsins úr þremur árum í fimm hafi m.a. orðið til þess að fækka þeim sem fara í námið. Auðvitað veldur fleira en lengd námsins, svo sem lág laun. Mikið er undir þar sem stefnt er að því að tveir þriðjungar starfsmanna leikskólanna verði til þess menntaðir í stað eins þriðjungs nú. Því tók ég það upp í þinginu um daginn hvort ætti að áfangaskipta náminu. Nemendur fengju þannig réttindin í áföngum en til að ljúka því yrði áfram um fimm ára nám að ræða. Eða eins og ein amma og leikskólakennari sagði við mig í tölvupósti í gær: „Ég tek undir það að það megi þrepaskipta náminu og að fólk fái réttindi í þrepum. Eftir stendur að börnin okkar eiga skilið góða kennara og því þarf það starf að vera eftirsóknarvert og það verður helst gert með góðum launum." Þetta taldi ég rétt að árétta til að ekki liggi eftir sá misskilningur að við séum að ræða um að stíga til baka og stytta námið aftur í þrjú ár. Slík þrepaskipting náms yrði þannig að nemandinn fengi tiltekin réttindi t.d. að loknum þremur árum. Það held ég að yrði mjög til góðs. Bæði til að draga fleiri að þessu mikilvæga og góða starfi og einnig hinu að fyrr fengjust fleiri fagmenntaðir starfsmenn inn í leikskólana. Það er þetta sem verið er að fara yfir en ekki skref til fyrra fyrirkomulags. Umræðan er mikilvæg og þarf að verða til þess að markmiðin um sanngjarnari laun og fleiri menntaða leikskólakennara náist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist. Hins vegar virðist sem lenging námsins úr þremur árum í fimm hafi m.a. orðið til þess að fækka þeim sem fara í námið. Auðvitað veldur fleira en lengd námsins, svo sem lág laun. Mikið er undir þar sem stefnt er að því að tveir þriðjungar starfsmanna leikskólanna verði til þess menntaðir í stað eins þriðjungs nú. Því tók ég það upp í þinginu um daginn hvort ætti að áfangaskipta náminu. Nemendur fengju þannig réttindin í áföngum en til að ljúka því yrði áfram um fimm ára nám að ræða. Eða eins og ein amma og leikskólakennari sagði við mig í tölvupósti í gær: „Ég tek undir það að það megi þrepaskipta náminu og að fólk fái réttindi í þrepum. Eftir stendur að börnin okkar eiga skilið góða kennara og því þarf það starf að vera eftirsóknarvert og það verður helst gert með góðum launum." Þetta taldi ég rétt að árétta til að ekki liggi eftir sá misskilningur að við séum að ræða um að stíga til baka og stytta námið aftur í þrjú ár. Slík þrepaskipting náms yrði þannig að nemandinn fengi tiltekin réttindi t.d. að loknum þremur árum. Það held ég að yrði mjög til góðs. Bæði til að draga fleiri að þessu mikilvæga og góða starfi og einnig hinu að fyrr fengjust fleiri fagmenntaðir starfsmenn inn í leikskólana. Það er þetta sem verið er að fara yfir en ekki skref til fyrra fyrirkomulags. Umræðan er mikilvæg og þarf að verða til þess að markmiðin um sanngjarnari laun og fleiri menntaða leikskólakennara náist sem allra fyrst.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun