Valkostur að vera öryrki? Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun