Að eyðileggja manneskju Svavar Hávarðsson skrifar 10. október 2012 00:00 Ekki er langt liðið frá því að þingmaður var dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir að bendla háskólaprófessor við óeðlileg tengsl við hagsmunasamtök. Orðin kosta þingmanninn 300 þúsund krónur en ég ætla ekki að hafa neitt af þeim eftir. Ég hef einfaldlega ekki efni á því. Látum líka liggja á milli hluta hvort niðurstaða héraðsdóms telst réttmæt. Sjálfur hef ég ekki tilfinningu fyrir því hvernig á að meta æru manns til fjár. Hitt er annað mál að þessi niðurstaða vekur upp spurningar um önnur mál þar sem þolendum eru dæmdar bætur fyrir miska. Hérna er sennilega grundvallarspurningin hvernig á að meta það til fjár þegar einhver eyðileggur manneskju. Hvað á það að kosta að nauðga einhverjum. Níðast á litlu barni, kannski árum saman? Mola andlitið á einhverjum mélinu smærra sem er á leiðinni heim eftir kvöldstund með vinum? Hvernig metum við missi á því sem er okkur kannski mikilvægast af öllu; friðinn í sálinni og öryggiskenndina sem grundvöll þess að vera heilbrigð og hamingjusöm. Því miður er allt sem ég nefni hér að ofan auðvitað byggt á sögum úr samtíma okkar. Sögur um fólk sem hreppti örlög sem er erfitt að hugsa um, hvað þá að hljóta. Þessu fólki voru dæmdar miskabætur en þær voru litlu hærri en það sem prófessorinn fær í sinn hlut. Eins og konunnar sem var lamin svo illa í andlitið að ofbeldismaðurinn braut nokkur bein og hreinsaði úr henni framtennurnar. Hún fékk miskabætur. En tannlæknakostnaðinn bar hún sjálf. Ef orðin „milljón í miskabætur" eru notuð fást fleiri dæmi svo bara þau fyrstu séu reifuð. Ráðherra og ríkið dæmt til að greiða lögmanni þrjár og hálfa milljón fyrir að fá ekki stöðu héraðsdómara. Ólögráða stúlku dæmd milljón af því að hún var læst inni og nauðgað. Herra Ísland fær 500 þúsund fyrir að vera sviptur titlinum. Foreldrar fá 2,7 milljónir frá ríkinu eftir að handvömm kostar barn þeirra lífið. Það er kannski ósanngjarnt að stilla þessu svona upp. En þetta stendur þó eftir í mínum huga. Þegar ógæfa fólks er lögð á vogarskálarnar þá á að beita heilbrigðri skynsemi. Lög og réttur eiga að mótast af því. Það er vissulega ekki hægt að hræða einhvern frá því að meiða annan mann en það er hægt að búa þannig um hnútana að fórnarlambið geti leitað sér aðstoðar. Það er nefnilega kostnaðarsamt verkefni sem tekur jafnan lengri tíma að vinna úr en gagnrýni frá þingmanni – hver sem hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ekki er langt liðið frá því að þingmaður var dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir að bendla háskólaprófessor við óeðlileg tengsl við hagsmunasamtök. Orðin kosta þingmanninn 300 þúsund krónur en ég ætla ekki að hafa neitt af þeim eftir. Ég hef einfaldlega ekki efni á því. Látum líka liggja á milli hluta hvort niðurstaða héraðsdóms telst réttmæt. Sjálfur hef ég ekki tilfinningu fyrir því hvernig á að meta æru manns til fjár. Hitt er annað mál að þessi niðurstaða vekur upp spurningar um önnur mál þar sem þolendum eru dæmdar bætur fyrir miska. Hérna er sennilega grundvallarspurningin hvernig á að meta það til fjár þegar einhver eyðileggur manneskju. Hvað á það að kosta að nauðga einhverjum. Níðast á litlu barni, kannski árum saman? Mola andlitið á einhverjum mélinu smærra sem er á leiðinni heim eftir kvöldstund með vinum? Hvernig metum við missi á því sem er okkur kannski mikilvægast af öllu; friðinn í sálinni og öryggiskenndina sem grundvöll þess að vera heilbrigð og hamingjusöm. Því miður er allt sem ég nefni hér að ofan auðvitað byggt á sögum úr samtíma okkar. Sögur um fólk sem hreppti örlög sem er erfitt að hugsa um, hvað þá að hljóta. Þessu fólki voru dæmdar miskabætur en þær voru litlu hærri en það sem prófessorinn fær í sinn hlut. Eins og konunnar sem var lamin svo illa í andlitið að ofbeldismaðurinn braut nokkur bein og hreinsaði úr henni framtennurnar. Hún fékk miskabætur. En tannlæknakostnaðinn bar hún sjálf. Ef orðin „milljón í miskabætur" eru notuð fást fleiri dæmi svo bara þau fyrstu séu reifuð. Ráðherra og ríkið dæmt til að greiða lögmanni þrjár og hálfa milljón fyrir að fá ekki stöðu héraðsdómara. Ólögráða stúlku dæmd milljón af því að hún var læst inni og nauðgað. Herra Ísland fær 500 þúsund fyrir að vera sviptur titlinum. Foreldrar fá 2,7 milljónir frá ríkinu eftir að handvömm kostar barn þeirra lífið. Það er kannski ósanngjarnt að stilla þessu svona upp. En þetta stendur þó eftir í mínum huga. Þegar ógæfa fólks er lögð á vogarskálarnar þá á að beita heilbrigðri skynsemi. Lög og réttur eiga að mótast af því. Það er vissulega ekki hægt að hræða einhvern frá því að meiða annan mann en það er hægt að búa þannig um hnútana að fórnarlambið geti leitað sér aðstoðar. Það er nefnilega kostnaðarsamt verkefni sem tekur jafnan lengri tíma að vinna úr en gagnrýni frá þingmanni – hver sem hann er.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun