

Leifur og jakkafötin
Hvaða erindi átti Leifur annars til Ameríku? Er ekki trúlegt að hann hafi vænst þess að finna þar eitthvað sem ekki fannst fyrir á Grænlandi, Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndunum? Eitthvað sem gæti bætt kjör hans fólks? Trúlega varð honum ekki að ósk sinni því landafundur hans varð ekki öðrum samtíðarmönnum hans nein hvatning til ferðalaga vestur um haf næstu árhundruðin.
Samskipti Íslands og Ameríku, einkum Bandaríkjanna og Kanada, urðu þó seinna varanleg. Þótt um tíma hafi varnarmálin verið mest áberandi í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna hafa viðskipti, menning og menntamál ávallt skipað þar ríkan sess. Bandarísk menning hefur auðvitað haft áhrif hvarvetna í heiminum en margir íslenskir listamenn hafa einnig náð að hasla sér völl á hinum víðfeðma markaði vestan hafs. Þá hafa íslenskir námsmenn jafnan átt greiðan aðgang að öllum þeim frábæru skólum sem finnast í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa í áratugi verið helsti áfangastaður íslenskra námsmanna í framhaldsnámi.
Það skýtur hins vegar skökku við að enn skuli vera lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þegar þeir hafa verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Enn þá eru lagðir gríðarlegir tollar á bandarískan vörur, sem hamlar innflutningi þeirra til Íslands. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Enginn tollur er hins vegar lagður á jakkaföt frá Evrópu, Kanada, Síle, Singapúr eða Króatíu, svo nefnd séu dæmi um lönd sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við. Það sama gildir með flestar aðrar vörur þótt tollurinn sé mishár. Með þessum hætti beinir ríkið fólki frá því að kaupa vörur frá Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti hindrunarlaust þess hagstæða verðs sem mikið vöruúrval og samkeppni á bandarískum markaði hefur getið af sér.
Á sama tíma leggja stjórnvöld hér mikla áherslu á neytendavernd og samkeppni. Slíkt er auðvitað marklaust hjal á meðan vörur frá stærsta framleiðanda heims eru skattlagðar út af markaðinum í þágu aðallega evrópskra framleiðanda, allt á kostnað heimilanna í landinu. Ákvörðun um tolla er einhliða ákvörðun hvers ríkis. Afnám tolla er það líka og stjórnvöld eiga að taka Bandaríkin af svarta listanum. Íslenskir neytendur eiga það skilið og evrópskir framleiðendur hafa gott af því.
Skoðun

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar