60 ára stjórnmálasamband Hjálmar Sveinsson skrifar 3. október 2012 06:00 Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun