Þrír stærstu barnahóparnir í hruninu 25. september 2012 07:30 sf Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira