Þrír stærstu barnahóparnir í hruninu 25. september 2012 07:30 sf Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent