Eldsneytisskattar hálfum milljarði undir áætlunum 25. september 2012 09:00 Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj Fréttir Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj
Fréttir Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira