Subbuleg sjálftaka Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. september 2012 00:01 Fálki sem barst Náttúrustofu Vesturlands á dögunum drapst í búri sínu eftir nokkurra daga umönnun. Í ljós kom að skotið hefði verið á fuglinn og að hann hefði drepist af sárum sínum. Fálkinn er alfriðaður fugl á Íslandi enda er stofninn ekki nema þrjú til fjögurhundruð pör. Engu að síður fann Náttúrufræðistofnun högl í um fjórðungi þeirra fálka sem henni bárust á árunum 2005 til 2009. Tæpast verður séð að fálki sé skaðvaldur hér á landi þannig að draga verður þá ályktun að þeir sem skjóta á fálka séu að slægjast eftir því að geta selt þá til uppstoppunar. Þetta er aðeins eitt dæmi um virðingarleysi sem náttúrunni er iðulega sýnt, þeirri sjálftöku á gæðum náttúrunnar sem iðkuð er í allt of miklum mæli. Annað dæmi um slíka sjálftöku birtist í efnistöku bæði úr ám og af þurru landi. Allir þekkja þau ljótu ör eftir efnistöku sem víðs vegar blasa við. Í verstu tilvikum er gengið svo langt að sækja efni á staði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum samanber gervigíginn í Aðaldal sem að stórum hluta hefur verið numinn á brott og greint var frá í fréttum fyrir skömmu. Ekkert leyfi hafði verið gefið út fyrir framkvæmdinni og að mati Umhverfisstofnunar er ógerlegt að endurheimta þær jarðmyndanir sem fyrir voru. Þá fer fram talsverð efnistaka í vatnsföllum hér á landi, iðulega án lögboðinna leyfa, og vistkerfi þar raskað með tilheyrandi afleiðingum fyrir fiskistofna í ánum, sjálftaka á gæðum án þess að menn láti sig afleiðingarnar varða. Eins og í Hvítá, Ölfusá og Þjórsá þar sem veiðirétthafar hafa stundað netaveiðar síðan 2006 án þess að skila inn nýtingaráætlun um veiðifyrirkomulag sem lögboðin er. Utanvegaakstur er einnig dæmi um sjálftöku á landsins gæðum. Flestir eru í orði kveðnu andvígir því skemmdarstarfi að aka utan vega, en þegar að ánni eða torfærunni er komið og eina leiðin áfram er utan vegar eða slóða eru of fáir sem taka ákvörðunina um að snúa við fremur en að eyðileggja landið. Þá er ótalin umgengni um úrgang sem enn þann dag í dag þykir sums staðar ekki tiltökumál að skilja við sig á víðavangi; heilu búslóðirnar í Hafnarfjarðarhrauni svo dæmi sé tekið. Þrátt fyrir að smám saman sé verið að búa náttúru landsins löggjöf sem á að koma í veg fyrir að einstaklingar geti í skjóli eignarréttar og/eða hefðar, eða jafnvel með frekjuna eina að vopni, unnið óafturkræf spjöll á náttúrunni virðist frumskógarlögmál of oft gilda í umgengni manns og náttúru á Íslandi. Það er langt í land að hér ríki virðing fyrir náttúrunni og landsins gæðum, að litið sé á landið og auðlindirnar sem sameign þjóðarinnar og sameign kynslóðanna, líka þeirra sem ókomnar eru, og farið með þær sem slíkar. Undanfarnar kynslóðir hafa gengið gróflega á gæði náttúrunnar, það á líka við hér á landi. Sú kynslóð sem nú er á dögum verður að taka þá ábyrgð að snúa þessari þróun við. Jörðinni verður að skila áfram að lágmarki jafngóðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Fálki sem barst Náttúrustofu Vesturlands á dögunum drapst í búri sínu eftir nokkurra daga umönnun. Í ljós kom að skotið hefði verið á fuglinn og að hann hefði drepist af sárum sínum. Fálkinn er alfriðaður fugl á Íslandi enda er stofninn ekki nema þrjú til fjögurhundruð pör. Engu að síður fann Náttúrufræðistofnun högl í um fjórðungi þeirra fálka sem henni bárust á árunum 2005 til 2009. Tæpast verður séð að fálki sé skaðvaldur hér á landi þannig að draga verður þá ályktun að þeir sem skjóta á fálka séu að slægjast eftir því að geta selt þá til uppstoppunar. Þetta er aðeins eitt dæmi um virðingarleysi sem náttúrunni er iðulega sýnt, þeirri sjálftöku á gæðum náttúrunnar sem iðkuð er í allt of miklum mæli. Annað dæmi um slíka sjálftöku birtist í efnistöku bæði úr ám og af þurru landi. Allir þekkja þau ljótu ör eftir efnistöku sem víðs vegar blasa við. Í verstu tilvikum er gengið svo langt að sækja efni á staði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum samanber gervigíginn í Aðaldal sem að stórum hluta hefur verið numinn á brott og greint var frá í fréttum fyrir skömmu. Ekkert leyfi hafði verið gefið út fyrir framkvæmdinni og að mati Umhverfisstofnunar er ógerlegt að endurheimta þær jarðmyndanir sem fyrir voru. Þá fer fram talsverð efnistaka í vatnsföllum hér á landi, iðulega án lögboðinna leyfa, og vistkerfi þar raskað með tilheyrandi afleiðingum fyrir fiskistofna í ánum, sjálftaka á gæðum án þess að menn láti sig afleiðingarnar varða. Eins og í Hvítá, Ölfusá og Þjórsá þar sem veiðirétthafar hafa stundað netaveiðar síðan 2006 án þess að skila inn nýtingaráætlun um veiðifyrirkomulag sem lögboðin er. Utanvegaakstur er einnig dæmi um sjálftöku á landsins gæðum. Flestir eru í orði kveðnu andvígir því skemmdarstarfi að aka utan vega, en þegar að ánni eða torfærunni er komið og eina leiðin áfram er utan vegar eða slóða eru of fáir sem taka ákvörðunina um að snúa við fremur en að eyðileggja landið. Þá er ótalin umgengni um úrgang sem enn þann dag í dag þykir sums staðar ekki tiltökumál að skilja við sig á víðavangi; heilu búslóðirnar í Hafnarfjarðarhrauni svo dæmi sé tekið. Þrátt fyrir að smám saman sé verið að búa náttúru landsins löggjöf sem á að koma í veg fyrir að einstaklingar geti í skjóli eignarréttar og/eða hefðar, eða jafnvel með frekjuna eina að vopni, unnið óafturkræf spjöll á náttúrunni virðist frumskógarlögmál of oft gilda í umgengni manns og náttúru á Íslandi. Það er langt í land að hér ríki virðing fyrir náttúrunni og landsins gæðum, að litið sé á landið og auðlindirnar sem sameign þjóðarinnar og sameign kynslóðanna, líka þeirra sem ókomnar eru, og farið með þær sem slíkar. Undanfarnar kynslóðir hafa gengið gróflega á gæði náttúrunnar, það á líka við hér á landi. Sú kynslóð sem nú er á dögum verður að taka þá ábyrgð að snúa þessari þróun við. Jörðinni verður að skila áfram að lágmarki jafngóðri.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun