Gunnar: Er ekki mikið að spá í bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2012 08:00 Gunnar skellir hér síðasta andstæðingi sínum á Írlandi. Það tók hann ekki langan tíma. Hann fær væntanlega erfiðari andstæðing í Nottingham aðra helgi. mynd/páll bergmann Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson. Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira
Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson.
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira