Vilja konur láta nauðga sér? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífsathafna og raunverulegrar nauðgunar. Í fantasíunni er hugmyndin sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni. Konan ákveður að hún vilji láta yfirbuga sig. Hún velur hinn aðilann, hún ræður hvar atburðurinn á að gerast, hún ákveður hvað gert verði við hana og hún stjórnar hvenær því lýkur. Í raunverulegri nauðgun er öllum formerkjum umturnað. Konan vill ekki láta nauðga sér, Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, vanmætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt. Hvað er málið með nauðgunar-fantasíur kvenna? Það sama á við um þær og aðrar fantasíur, þeim þarf að taka með fyrirvara. Um er að ræða hugarsmíð sem getur endurspeglað aðrar þrár konunnar, til dæmis að einhverjum finnist hún ómótstæðileg. Þær geta líka birt löngun hennar til að einhver sterkari en hún veiti henni óvæntan unað. Hins vegar snúast nauðgunarfantasíur, eins og aðrar kynlífsfantasíur, ekki eingöngu um skiljanlegar þrár og langanir. Kynlífsfantasíur fjalla oft um hið forboðna og eru öðrum þræði knúnar af kenndum sem vekja blygðun. Þess vegna bera fæstir þær á torg. Margar konur hryllir við fantasíum um nauðgun en á aðrar virka þær örvandi. Það þýðir ekki að viðkomandi konur langi í ofbeldi, þær séu undirgefnar karlmönnum eða alltaf til í tuskið. Það þýðir einfaldlega að heimur fantasíunnar lýtur allt öðrum lögmálum en veruleikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífsathafna og raunverulegrar nauðgunar. Í fantasíunni er hugmyndin sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni. Konan ákveður að hún vilji láta yfirbuga sig. Hún velur hinn aðilann, hún ræður hvar atburðurinn á að gerast, hún ákveður hvað gert verði við hana og hún stjórnar hvenær því lýkur. Í raunverulegri nauðgun er öllum formerkjum umturnað. Konan vill ekki láta nauðga sér, Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, vanmætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt. Hvað er málið með nauðgunar-fantasíur kvenna? Það sama á við um þær og aðrar fantasíur, þeim þarf að taka með fyrirvara. Um er að ræða hugarsmíð sem getur endurspeglað aðrar þrár konunnar, til dæmis að einhverjum finnist hún ómótstæðileg. Þær geta líka birt löngun hennar til að einhver sterkari en hún veiti henni óvæntan unað. Hins vegar snúast nauðgunarfantasíur, eins og aðrar kynlífsfantasíur, ekki eingöngu um skiljanlegar þrár og langanir. Kynlífsfantasíur fjalla oft um hið forboðna og eru öðrum þræði knúnar af kenndum sem vekja blygðun. Þess vegna bera fæstir þær á torg. Margar konur hryllir við fantasíum um nauðgun en á aðrar virka þær örvandi. Það þýðir ekki að viðkomandi konur langi í ofbeldi, þær séu undirgefnar karlmönnum eða alltaf til í tuskið. Það þýðir einfaldlega að heimur fantasíunnar lýtur allt öðrum lögmálum en veruleikinn.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun