Burt með allt pukur og baktjaldamakk Jakob F. Ásgeirsson skrifar 5. september 2012 06:00 Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Hverjir skyldu helst mæla fyrir þessari fráleitu hugmynd? Jú, það eru væntanlega fylgismenn þeirra kjörinna fulltrúa flokksins sem gagnrýnislaust stigu trylltan hrunadansinn með skuldakóngum „útrásarinnar". Þeir hafa, að sögn, hreiðrað um sig í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins og virðast stundum hafa það eitt markmið að treysta stöðu sinna manna, tryggja að þeir haldi sínu sæti í goggunarröðinni. Þetta er kannski meginskýringin á þeirri gjá sem á undanförnum árum hefur myndast milli flokksapparatsins og almennra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Í flokkskerfinu hugsa menn fyrst og fremst um innanflokksvaldabrölt en almennum stuðningsmönnum flokksins er hins vegar efst í huga að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna. Þess vegna væri flokksapparatinu vel trúandi til þess að fara þessa fráleitu leið. Viðhlæjendur skuldakónganna telja sig eiga vísan meirihluta meðal þeirra sem hafa rétt til þess að sækja fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að almennir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins láti heyra í sér og komi í veg fyrir þessa ósvinnu. Þeir sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa í nafni Sjálfstæðisflokkinn eiga ekki flokkinn. Það eru stuðningsmenn flokksins sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Kjörnir fulltrúar flokksins starfa í umboði þeirra og ef stuðningsmönnunum finnst þeir hafa brugðist trausti sínu eiga þeir skilyrðislaust að víkja. Það er hin lýðræðislega aðferð. Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur ekki traust kjósenda nema með því að bjóða almennum stuðningsmönnum upp á tækifæri til rækilegrar endurnýjunar á framboðslistum flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Hverjir skyldu helst mæla fyrir þessari fráleitu hugmynd? Jú, það eru væntanlega fylgismenn þeirra kjörinna fulltrúa flokksins sem gagnrýnislaust stigu trylltan hrunadansinn með skuldakóngum „útrásarinnar". Þeir hafa, að sögn, hreiðrað um sig í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins og virðast stundum hafa það eitt markmið að treysta stöðu sinna manna, tryggja að þeir haldi sínu sæti í goggunarröðinni. Þetta er kannski meginskýringin á þeirri gjá sem á undanförnum árum hefur myndast milli flokksapparatsins og almennra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Í flokkskerfinu hugsa menn fyrst og fremst um innanflokksvaldabrölt en almennum stuðningsmönnum flokksins er hins vegar efst í huga að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna. Þess vegna væri flokksapparatinu vel trúandi til þess að fara þessa fráleitu leið. Viðhlæjendur skuldakónganna telja sig eiga vísan meirihluta meðal þeirra sem hafa rétt til þess að sækja fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að almennir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins láti heyra í sér og komi í veg fyrir þessa ósvinnu. Þeir sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa í nafni Sjálfstæðisflokkinn eiga ekki flokkinn. Það eru stuðningsmenn flokksins sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Kjörnir fulltrúar flokksins starfa í umboði þeirra og ef stuðningsmönnunum finnst þeir hafa brugðist trausti sínu eiga þeir skilyrðislaust að víkja. Það er hin lýðræðislega aðferð. Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur ekki traust kjósenda nema með því að bjóða almennum stuðningsmönnum upp á tækifæri til rækilegrar endurnýjunar á framboðslistum flokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar