Fannst látin í skógarlundi 5. september 2012 04:00 Hennar hefur verið ákaft leitað eftir að hún hvarf í Ósló fyrir mánuði.Mynd/Norska lögreglan Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is Noregur Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is
Noregur Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira