Aukið öryggi á norðlægum slóðum Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar 4. september 2012 06:00 Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun