Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2012 07:00 Arna Sif Ásgrímsdóttir tók við fyrirliðabandinu hjá Þór/KA í vor og hefur spilað vel í vörninni. Mynd/Valli Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, spilar lykilhlutverk í vörninni og á hún möguleika á því að taka við Íslandsbikarnum í kvöld. „Það eru allir mjög spenntir hér," sagði Arna Sif og bætir við: „Við höldum okkur samt niðri á jörðinni og erum bara rólegar yfir þessu. Það er rosalega freistandi að fara að hugsa lengra en Jói þjálfari er duglegur að minna okkur á að vera rólegar," segir Arna Sif. Þór/KA vann 6-2 sigur á Selfossi í fyrri leiknum en Selfoss hefur rokið upp töfluna að undanförnu. „Við eigum að klára þetta en Selfoss er búið að bæta sig helling í seinni umferðinni og þær hafa verið að stela sigrum af stærri liðum. Þetta verður hörkuleikur," segir Arna Sif og hún býst við mörgum á völlinn. „Það er draumurinn að fá að taka við bikarnum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hvað er í boði en við ætlum ekki að hugsa um hvernig við ætlum að fagna þegar við skorum heldur ætlum við að hugsa um það hvernig við ætlum að skora," segir Arna Sif og segir yfirvegun þjálfarans Jóhanns Kristins Gunnarssonar hafa góð áhrif á liðið. „Það rennur ekki í honum blóðið. Hann heldur alltaf andlitinu og er alltaf rólegur þannig að það smitar út frá sér. Í fyrra og hittiðfyrra hefði ég verið í skýjunum núna og það hefði örugglega ekki verið hægt að ná sambandi við mig. Ég er óvenju róleg í dag," sagði Arna. Leikur Þórs/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og inni á Vísi. Aðrir leikir kvöldsins í deildinni eru: Valur-Breiðablik, FH-Fylkir, KR-Afturelding og Stjarnan-ÍBV en Eyjakonur gætu líka tryggt Þór/KA titilinn með því að taka stig af Stjörnunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, spilar lykilhlutverk í vörninni og á hún möguleika á því að taka við Íslandsbikarnum í kvöld. „Það eru allir mjög spenntir hér," sagði Arna Sif og bætir við: „Við höldum okkur samt niðri á jörðinni og erum bara rólegar yfir þessu. Það er rosalega freistandi að fara að hugsa lengra en Jói þjálfari er duglegur að minna okkur á að vera rólegar," segir Arna Sif. Þór/KA vann 6-2 sigur á Selfossi í fyrri leiknum en Selfoss hefur rokið upp töfluna að undanförnu. „Við eigum að klára þetta en Selfoss er búið að bæta sig helling í seinni umferðinni og þær hafa verið að stela sigrum af stærri liðum. Þetta verður hörkuleikur," segir Arna Sif og hún býst við mörgum á völlinn. „Það er draumurinn að fá að taka við bikarnum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hvað er í boði en við ætlum ekki að hugsa um hvernig við ætlum að fagna þegar við skorum heldur ætlum við að hugsa um það hvernig við ætlum að skora," segir Arna Sif og segir yfirvegun þjálfarans Jóhanns Kristins Gunnarssonar hafa góð áhrif á liðið. „Það rennur ekki í honum blóðið. Hann heldur alltaf andlitinu og er alltaf rólegur þannig að það smitar út frá sér. Í fyrra og hittiðfyrra hefði ég verið í skýjunum núna og það hefði örugglega ekki verið hægt að ná sambandi við mig. Ég er óvenju róleg í dag," sagði Arna. Leikur Þórs/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og inni á Vísi. Aðrir leikir kvöldsins í deildinni eru: Valur-Breiðablik, FH-Fylkir, KR-Afturelding og Stjarnan-ÍBV en Eyjakonur gætu líka tryggt Þór/KA titilinn með því að taka stig af Stjörnunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira