Bankar hagnast um tólf milljarða hvor 31. ágúst 2012 07:00 Góður gangur Íslandsbanki kláraði sameiningu við Byr á þessu ári og samhliða hefur efnahagsreikningur bankans stækkað. Birna Einarsdóttir er bankastjóri bankans og Jón Guðni Ómarsson er fjármálastjóri hans.fréttablaðið/pjetur Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira