Gengi Svedda tannar handtekið í Hollandi 30. ágúst 2012 09:00 Sverrir Þór Gunnarsson Þrír nánir samverkamenn fíkniefnasmyglarans Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, voru handteknir í Amsterdam í Hollandi 18. ágúst síðastliðinn eftir að rúmlega tvítug íslensk kona sakaði þá um að ætla að selja hana í vændi í Brasilíu. Konan sagði sögu sína í DV í gær. Hún kveðst hafa verið í Amsterdam í boði vinar síns og allt hafi verið eðlilegt í fyrstu en fljótlega hafi hegðun fólksins sem hún gisti hjá orðið einkennileg og á hana hafi runnið tvær grímur. Hún hafi síðan heyrt á tal mannanna þar sem þeir hafi rætt það að selja hana í vændi í Brasilíu. Þá hafi hún hringt í lögregluna í Amsterdam og óskað eftir hjálp. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, þrír karlar og tvær konur. Á heimilinu fannst lítilræði af fíkniefnum og einhver vopn, en þrátt fyrir það var fólkinu sleppt úr haldi eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo sólarhringa. Orð stóð gegn orði varðandi mansalsþáttinn og ekki þótti sannað að fólkið hefði haft nokkuð slíkt í hyggju. Annmarkar á leitarheimild lögreglu urðu til þess að ekki reyndist unnt að ákæra vegna vopnanna og fíkniefnanna. Einn mannanna, Steinar Aubertsson, situr enn inni í Amsterdam og verður framseldur til Íslands innan tuttugu daga. Hann hefur verið eftirlýstur af íslenskum lögregluyfirvöldum vegna innflutnings á tæpu kílói af kókaíni til Íslands og á yfir höfði sér ákæru vegna málsins þegar hann hann kemur til landsins. Þegar hafa fjórir verið ákærðir vegna þess máls. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steinar og hinir mennirnir tveir sem handteknir voru í Amsterdam hafi síðustu ár verið meðal nánustu samverkamanna Sverris Þórs Gunnarssonar, sem nú situr inni í Rio de Janeiro í Brasilíu vegna stórtæks e-töflusmygls. Meðal hinna handteknu var Steinþór Árni Sigursteinsson, sem þekktur er undir viðurnefninu Steini Hitler.- sh Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Þrír nánir samverkamenn fíkniefnasmyglarans Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, voru handteknir í Amsterdam í Hollandi 18. ágúst síðastliðinn eftir að rúmlega tvítug íslensk kona sakaði þá um að ætla að selja hana í vændi í Brasilíu. Konan sagði sögu sína í DV í gær. Hún kveðst hafa verið í Amsterdam í boði vinar síns og allt hafi verið eðlilegt í fyrstu en fljótlega hafi hegðun fólksins sem hún gisti hjá orðið einkennileg og á hana hafi runnið tvær grímur. Hún hafi síðan heyrt á tal mannanna þar sem þeir hafi rætt það að selja hana í vændi í Brasilíu. Þá hafi hún hringt í lögregluna í Amsterdam og óskað eftir hjálp. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, þrír karlar og tvær konur. Á heimilinu fannst lítilræði af fíkniefnum og einhver vopn, en þrátt fyrir það var fólkinu sleppt úr haldi eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo sólarhringa. Orð stóð gegn orði varðandi mansalsþáttinn og ekki þótti sannað að fólkið hefði haft nokkuð slíkt í hyggju. Annmarkar á leitarheimild lögreglu urðu til þess að ekki reyndist unnt að ákæra vegna vopnanna og fíkniefnanna. Einn mannanna, Steinar Aubertsson, situr enn inni í Amsterdam og verður framseldur til Íslands innan tuttugu daga. Hann hefur verið eftirlýstur af íslenskum lögregluyfirvöldum vegna innflutnings á tæpu kílói af kókaíni til Íslands og á yfir höfði sér ákæru vegna málsins þegar hann hann kemur til landsins. Þegar hafa fjórir verið ákærðir vegna þess máls. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steinar og hinir mennirnir tveir sem handteknir voru í Amsterdam hafi síðustu ár verið meðal nánustu samverkamanna Sverris Þórs Gunnarssonar, sem nú situr inni í Rio de Janeiro í Brasilíu vegna stórtæks e-töflusmygls. Meðal hinna handteknu var Steinþór Árni Sigursteinsson, sem þekktur er undir viðurnefninu Steini Hitler.- sh
Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira