Kartöflubændur of fáir fyrir markaðinn 29. ágúst 2012 09:00 Kartöfluuppskera Heildarkartöfluuppskera síðustu ára hefur verið sveiflukennd vegna frosta og þurrka og er allt útlit fyrir lélega uppskeru í haust. Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is Kartöflurækt Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is
Kartöflurækt Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira