Ikea gæti komið að hóteli við Hörpu 29. ágúst 2012 09:00 Harpa Hótelið sem um ræðir á að rísa við hlið Hörpu. Bygging hótelsins er talin forsenda þess að ráðstefnuhluti Hörpunnar geti skilað viðunandi tekjum til framtíðar.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Inter Hospitality Holding, dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea sem staðsett er í Liecthenstein, verður mögulega á meðal eigenda hótelsins sem fyrirhugað er að rísi við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Félagið er í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í 100 hótelum víðs vegar um Evrópu. Ein þeirra borga sem koma til greina er Reykjavík. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, segist geta staðfest að Inter Hospitality Holding, dótturfélag Inter Ikea Holding, sé í samstarfi við World Leisure í þessu verkefni. „Ég get hins vegar ekki staðfest að þeir verði inni í verkefninu í Reykjavík," segir Pétur. Spurður hvort Íslendingar séu á meðal eigenda World Leisure segir Pétur svo ekki vera, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Sumarið 2011 var opnað fyrir tilboð í lóð undir hótel við hlið Hörpu. Þá bárust sex tilboð og var tveimur fyrirtækjum, sem áttu hæstu tilboðin, boðið í frekari viðræður. Í fyrrahaust var síðan samið við svissneska félagið World Leisure Investment, sem hafði boðið 1,8 milljarða króna í byggingarréttinn, um að byggja hótelið. Öll framkvæmdin átti síðan að kosta um átta milljarða króna. Lítið er vitað um World Leisure annað en að það er vettvangur þar sem fjölmargir fjárfestar leggja sameiginlega fram fé til fjárfestinga í hótel- eða ferðaiðnaði. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins eru efnaðir einstaklingar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Persaflóa á meðal þeirra sem leggja fé inn í félagið. Þeir fjárfestar sem standa að World Leisure nýta vettvanginn til að finna fjárfestingatækifæri, annast skipulag framkvæmdarinnar og til að sinna annarri þróunarvinnu. Í kjölfarið skipta þeir fjárfestingunum á milli sín og fá oft á tíðum inn aðra samstarfsaðila. Í þessu verkefni hefur samstarfsaðili World Leisure verið Marriot-hótelkeðjan. Þrátt fyrir að tæpt ár sé liðið frá því að samið var við World Leisure hefur enn ekki verið gengið formlega frá samningum við félagið. Opinbera skýringin er sú að í raun sé búið að klára alla þá vinnu, en að undirritun samninga klárist ekki vegna ýmissa tæknilegra aðstæðna. Heimildir Markaðarins herma að ástæða tafanna sé innkoma Inter Hospitality Holding, dótturfélags Ikea, inn í samstarfið. Í kjölfar þess að það gerðist var ráðist í að stofna nýtt félag utan um ýmsar fjárfestingar í Evrópu með nýja samstarfsaðilanum og Marriot-hótelkeðjunni, enda lýsti Ikea því yfir fyrr í ágústmánuði að það væri stefna samstæðunnar að byggja yfir 100 hótel í Evrópu á næstu árum. Alls áætlar Ikea að setja um 150 milljarða króna í þetta verkefni. Ódýrt á að vera að gista á þessum hótelum og stefnt er að því að þau verði öll miðsvæðis í helstu borgum Evrópu. Ikea ætlar ekki að reka hótelin sjálf og þau verða ekki rekin undir nafni sænska húsgagnaframleiðandans. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það stór steinn í götu framgangs verkefnisins við hlið Hörpu að Ísland er ekki á lista yfir lönd sem Ikea heimilar félögum í sinni eigu að fjárfesta í. Vegna þessa hefur enn ekki verið ákveðið hvort Ikea taki þátt í Hörpuhótelinu. Fréttir Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Inter Hospitality Holding, dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea sem staðsett er í Liecthenstein, verður mögulega á meðal eigenda hótelsins sem fyrirhugað er að rísi við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Félagið er í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í 100 hótelum víðs vegar um Evrópu. Ein þeirra borga sem koma til greina er Reykjavík. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, segist geta staðfest að Inter Hospitality Holding, dótturfélag Inter Ikea Holding, sé í samstarfi við World Leisure í þessu verkefni. „Ég get hins vegar ekki staðfest að þeir verði inni í verkefninu í Reykjavík," segir Pétur. Spurður hvort Íslendingar séu á meðal eigenda World Leisure segir Pétur svo ekki vera, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Sumarið 2011 var opnað fyrir tilboð í lóð undir hótel við hlið Hörpu. Þá bárust sex tilboð og var tveimur fyrirtækjum, sem áttu hæstu tilboðin, boðið í frekari viðræður. Í fyrrahaust var síðan samið við svissneska félagið World Leisure Investment, sem hafði boðið 1,8 milljarða króna í byggingarréttinn, um að byggja hótelið. Öll framkvæmdin átti síðan að kosta um átta milljarða króna. Lítið er vitað um World Leisure annað en að það er vettvangur þar sem fjölmargir fjárfestar leggja sameiginlega fram fé til fjárfestinga í hótel- eða ferðaiðnaði. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins eru efnaðir einstaklingar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Persaflóa á meðal þeirra sem leggja fé inn í félagið. Þeir fjárfestar sem standa að World Leisure nýta vettvanginn til að finna fjárfestingatækifæri, annast skipulag framkvæmdarinnar og til að sinna annarri þróunarvinnu. Í kjölfarið skipta þeir fjárfestingunum á milli sín og fá oft á tíðum inn aðra samstarfsaðila. Í þessu verkefni hefur samstarfsaðili World Leisure verið Marriot-hótelkeðjan. Þrátt fyrir að tæpt ár sé liðið frá því að samið var við World Leisure hefur enn ekki verið gengið formlega frá samningum við félagið. Opinbera skýringin er sú að í raun sé búið að klára alla þá vinnu, en að undirritun samninga klárist ekki vegna ýmissa tæknilegra aðstæðna. Heimildir Markaðarins herma að ástæða tafanna sé innkoma Inter Hospitality Holding, dótturfélags Ikea, inn í samstarfið. Í kjölfar þess að það gerðist var ráðist í að stofna nýtt félag utan um ýmsar fjárfestingar í Evrópu með nýja samstarfsaðilanum og Marriot-hótelkeðjunni, enda lýsti Ikea því yfir fyrr í ágústmánuði að það væri stefna samstæðunnar að byggja yfir 100 hótel í Evrópu á næstu árum. Alls áætlar Ikea að setja um 150 milljarða króna í þetta verkefni. Ódýrt á að vera að gista á þessum hótelum og stefnt er að því að þau verði öll miðsvæðis í helstu borgum Evrópu. Ikea ætlar ekki að reka hótelin sjálf og þau verða ekki rekin undir nafni sænska húsgagnaframleiðandans. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það stór steinn í götu framgangs verkefnisins við hlið Hörpu að Ísland er ekki á lista yfir lönd sem Ikea heimilar félögum í sinni eigu að fjárfesta í. Vegna þessa hefur enn ekki verið ákveðið hvort Ikea taki þátt í Hörpuhótelinu.
Fréttir Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira