
Minni þjónusta
Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið.
Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum.
Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008.
Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat.
Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi.
Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.
Skoðun

Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra?
Snorri Másson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands
Áróra Rós Ingadóttir skrifar

Á krossgötum í Úkraínu
Gunnar Pálsson skrifar

Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera
Matthildur Björnsdóttir skrifar

St. Tómas Aquinas
Árni Jensson skrifar

Skólinn okkar, FSH
Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Föður- og mæðralaus börn
Lúðvík Júlíusson skrifar

Minni kvaðir - meira frelsi?
Eva Magnúsdóttir skrifar

Forstjórinn á Neskaupstað
Björn Ólafsson skrifar

Woke-ið lifir!
Bjarni Snæbjörnsson skrifar

Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast
Alma D. Möller skrifar

Plastflóðið
Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar

Baráttan á norðurslóðum
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum
Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar

Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það
Sveinn Ólafsson skrifar

Ef það er vilji, þá er vegur
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar

Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum
Erna Magnúsdóttir skrifar

Af hverju lýgur Alma?
Arnar Sigurðsson skrifar

Snúið til betri vegar
Bragi Bjarnason skrifar

Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu?
Bjarni Már Magnússon skrifar

Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi
Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Forysta til framtíðar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða?
Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar

Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla!
Ragnheiður Stephensen skrifar

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Gísli Jafetsson skrifar

Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar
Elín Ýr Arnar skrifar

Hitler og Stalín, Pútín og Trump
Birgir Dýrfjörð skrifar

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar