Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn 25. ágúst 2012 00:15 Breivik og lögmenn hans hlýða á dómara lesa upp úrskurð sinn í gær. nordicphotos/AFP Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. gudsteinn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. gudsteinn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira