Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn 25. ágúst 2012 00:15 Breivik og lögmenn hans hlýða á dómara lesa upp úrskurð sinn í gær. nordicphotos/AFP Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. gudsteinn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. gudsteinn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira