Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn 25. ágúst 2012 00:15 Breivik og lögmenn hans hlýða á dómara lesa upp úrskurð sinn í gær. nordicphotos/AFP Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. gudsteinn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. gudsteinn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira