Leikarar í lélegum farsa Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum. Þingmennska er nefnilega eins og hvert annað starf. Það krefst þess að aflað sé reynslu og þekkingar og sýnt fram á getu í starfi. Þannig sækir þingmaður sér varanlegan stuðning. Slíkur stuðningur næst ekki í fyrstu tilraun. Þingmaðurinn þarf að sanna sig. Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Þó sumir af hinum nýju þingmönnum séu efnilegir og hafi óvænt fengið meiri ábyrgðarstörf en nýliðum eru jafnan fengin er oft sárgrætilegt að hlusta á hve mikið skortir á þekkingu þeirra jafnvel á eigin umfjöllunarefnum þegar þeir mæta spyrlum ljósvakamiðla. Eru þá eins og álfar út úr hól og virðast ekki einu sinni gera sér grein fyrir því sjálfir. Á það jafnt við um suma af mínum samherjum sem aðra og geri ég þar ekki upp á milli. Þegar verst lætur er eins og leikari sé að reyna að leika stjórnmálamann í lélegum farsa – og fari auk þess illa með hlutverkið. Við Íslendingar eigum mikið af hæfileikaríku fólki – fleiri slíka einstaklinga nú en þegar menn eins og Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Matthías Bjarnason, Ólafur Björnsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Magnús Kjartansson settu svip á löggjafarsamkomu okkar og standa mér enn í fersku minni. Fáir eru þar nú, sem nálgast gætu þeirra samjöfnuð. Að 10-15 einstaklingum undanteknum, sem þar sitja nú, er mér til efs að aðrir eigi þar nokkurt erindi. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vilja þeir hæfileikamiklu Íslendingar, sem við eigum, ekki taka að sér að gegna löggjafarstörfum fyrir þjóð sína? Andrúmsloftið á Alþingi skapa alþingismenn sjálfir. Viðhorfið til þeirra skapast af almenningsálitinu. Ætli þeir beri ekki jafna ábyrgð á því hvernig komið er – alþingismennirnir sjálfir og íslenska þjóðin. Í lýðræðisríki fá þjóðir þá eina stjórnmálamenn sem þær velja sér sjálfar. Sagt er að slíkar þjóðir fái þá eina stjórnendur, sem þær eiga skilið. Sé framboðið ekki í stíl við væntingarnar er meira en lítið að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum. Þingmennska er nefnilega eins og hvert annað starf. Það krefst þess að aflað sé reynslu og þekkingar og sýnt fram á getu í starfi. Þannig sækir þingmaður sér varanlegan stuðning. Slíkur stuðningur næst ekki í fyrstu tilraun. Þingmaðurinn þarf að sanna sig. Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Þó sumir af hinum nýju þingmönnum séu efnilegir og hafi óvænt fengið meiri ábyrgðarstörf en nýliðum eru jafnan fengin er oft sárgrætilegt að hlusta á hve mikið skortir á þekkingu þeirra jafnvel á eigin umfjöllunarefnum þegar þeir mæta spyrlum ljósvakamiðla. Eru þá eins og álfar út úr hól og virðast ekki einu sinni gera sér grein fyrir því sjálfir. Á það jafnt við um suma af mínum samherjum sem aðra og geri ég þar ekki upp á milli. Þegar verst lætur er eins og leikari sé að reyna að leika stjórnmálamann í lélegum farsa – og fari auk þess illa með hlutverkið. Við Íslendingar eigum mikið af hæfileikaríku fólki – fleiri slíka einstaklinga nú en þegar menn eins og Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Matthías Bjarnason, Ólafur Björnsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Magnús Kjartansson settu svip á löggjafarsamkomu okkar og standa mér enn í fersku minni. Fáir eru þar nú, sem nálgast gætu þeirra samjöfnuð. Að 10-15 einstaklingum undanteknum, sem þar sitja nú, er mér til efs að aðrir eigi þar nokkurt erindi. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vilja þeir hæfileikamiklu Íslendingar, sem við eigum, ekki taka að sér að gegna löggjafarstörfum fyrir þjóð sína? Andrúmsloftið á Alþingi skapa alþingismenn sjálfir. Viðhorfið til þeirra skapast af almenningsálitinu. Ætli þeir beri ekki jafna ábyrgð á því hvernig komið er – alþingismennirnir sjálfir og íslenska þjóðin. Í lýðræðisríki fá þjóðir þá eina stjórnmálamenn sem þær velja sér sjálfar. Sagt er að slíkar þjóðir fái þá eina stjórnendur, sem þær eiga skilið. Sé framboðið ekki í stíl við væntingarnar er meira en lítið að.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun