Við eigum að geta gert vel Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Mikið hefur verið rætt og fjallað um málefni útlendinga, og þá sérstaklega hælisleitenda, undanfarið. Þessi mál komast í almenna umræðu hér á landi nokkuð seinna en í nágrannalöndunum, þar sem þau hafa verið pólitískt bitbein í mörg ár. Í viðtali við Fréttablaðið í maí sagði Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, að sér þætti umræðan hér á landi vera frumstæð og sleggjudómakennd. „Það hefur aldrei farið fram nein raunveruleg umræða um hælisleitendur og hvernig á að taka á móti þeim. Ekki heldur um hvernig við eigum að haga okkur gagnvart erlendum ríkisborgurum almennt," sagði hún meðal annars. Hún benti jafnframt á að stjórnmálaflokkar hér á landi hefðu ekki mótað sér stefnu í þessum málum. Því hefur verið spáð að breyting verði á þessu á næstunni og að í alþingiskosningum næsta árs verði útlendingamál framar á dagskránni en áður. Ólíklegt verður þó að teljast að nokkur stóru flokkanna taki upp harða stefnu gegn útlendingum. Þrátt fyrir allt hefur þónokkuð áunnist í málefnum hælisleitenda hér á landi síðustu árin. Breytingar voru gerðar á lögum árið 2010 sem bættu stöðu hælisleitenda og flóttamanna. Skýrsla sem nefnd um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins gerði, og var gefin var út í júní síðastliðnum, leggur til enn frekari úrbætur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað að frumvarp að nýjum heildarlögum um útlendinga verði lagt fram í þinginu í haust. Frumvarpið mun byggja á tillögum nefndarinnar. Ef af verður má segja að lagaramminn komist í gott horf. Það sem vantar hins vegar upp á er framkvæmdin. Útlendingastofnun, sem er ætlað sífellt stærra hlutverk, er ekki risastórt bákn eins og margir virðast halda. Þar vinna um tuttugu manns í heildina sem eiga að afgreiða allar umsóknir um dvalarleyfi og hæli sem hingað berast. Dvalarleyfisumsóknir eru í kringum 3500 og um áttatíu hælisleitendur bíða úrlausna sinna mála. Fjórir lögfræðingar starfa hjá stofnuninni, en að sögn forstjórans þyrftu þeir að vera tvöfalt fleiri. Hver lögfræðingur sem aðeins sinnir hælisleitendum getur aðeins afgreitt tvö mál á mánuði og biðtíminn nálgast því tvö ár. Biðin kostar ríkið háar upphæðir og hefur ömurleg áhrif á þá sem þurfa að bíða. Vel má vera að ekki sé hægt að taka við öllum sem hér vilja vera, en mannúðin felst þá í því að fólk þurfi ekki að sitja aðgerðalaust upp á von og óvon svo árum skipti. Taka má undir orð Kristínar Völundardóttur frá því í vor, við eigum að geta gert vel hér á landi af því að þetta er svo lítill fjöldi sem um ræðir. Vilji virðist vera fyrir því í innanríkisráðuneytinu að bæta úr þessu og spennandi verður því að sjá hvernig tekið verður á málefnum Útlendingastofnunar í væntanlegum fjárlögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og fjallað um málefni útlendinga, og þá sérstaklega hælisleitenda, undanfarið. Þessi mál komast í almenna umræðu hér á landi nokkuð seinna en í nágrannalöndunum, þar sem þau hafa verið pólitískt bitbein í mörg ár. Í viðtali við Fréttablaðið í maí sagði Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, að sér þætti umræðan hér á landi vera frumstæð og sleggjudómakennd. „Það hefur aldrei farið fram nein raunveruleg umræða um hælisleitendur og hvernig á að taka á móti þeim. Ekki heldur um hvernig við eigum að haga okkur gagnvart erlendum ríkisborgurum almennt," sagði hún meðal annars. Hún benti jafnframt á að stjórnmálaflokkar hér á landi hefðu ekki mótað sér stefnu í þessum málum. Því hefur verið spáð að breyting verði á þessu á næstunni og að í alþingiskosningum næsta árs verði útlendingamál framar á dagskránni en áður. Ólíklegt verður þó að teljast að nokkur stóru flokkanna taki upp harða stefnu gegn útlendingum. Þrátt fyrir allt hefur þónokkuð áunnist í málefnum hælisleitenda hér á landi síðustu árin. Breytingar voru gerðar á lögum árið 2010 sem bættu stöðu hælisleitenda og flóttamanna. Skýrsla sem nefnd um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins gerði, og var gefin var út í júní síðastliðnum, leggur til enn frekari úrbætur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað að frumvarp að nýjum heildarlögum um útlendinga verði lagt fram í þinginu í haust. Frumvarpið mun byggja á tillögum nefndarinnar. Ef af verður má segja að lagaramminn komist í gott horf. Það sem vantar hins vegar upp á er framkvæmdin. Útlendingastofnun, sem er ætlað sífellt stærra hlutverk, er ekki risastórt bákn eins og margir virðast halda. Þar vinna um tuttugu manns í heildina sem eiga að afgreiða allar umsóknir um dvalarleyfi og hæli sem hingað berast. Dvalarleyfisumsóknir eru í kringum 3500 og um áttatíu hælisleitendur bíða úrlausna sinna mála. Fjórir lögfræðingar starfa hjá stofnuninni, en að sögn forstjórans þyrftu þeir að vera tvöfalt fleiri. Hver lögfræðingur sem aðeins sinnir hælisleitendum getur aðeins afgreitt tvö mál á mánuði og biðtíminn nálgast því tvö ár. Biðin kostar ríkið háar upphæðir og hefur ömurleg áhrif á þá sem þurfa að bíða. Vel má vera að ekki sé hægt að taka við öllum sem hér vilja vera, en mannúðin felst þá í því að fólk þurfi ekki að sitja aðgerðalaust upp á von og óvon svo árum skipti. Taka má undir orð Kristínar Völundardóttur frá því í vor, við eigum að geta gert vel hér á landi af því að þetta er svo lítill fjöldi sem um ræðir. Vilji virðist vera fyrir því í innanríkisráðuneytinu að bæta úr þessu og spennandi verður því að sjá hvernig tekið verður á málefnum Útlendingastofnunar í væntanlegum fjárlögum.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar