Um skipun og lausn ráðherra Ágúst Geir Ágústsson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun