Græðgi kostar Víðir Guðmundsson skrifar 28. júní 2012 06:00 Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn.
Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar