Það er ekki hægt að sökkva dýpra Hildur Dís Jónsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að „kvarta" og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn? Nú standa umræður um forsetakosningar sem hæst. Á sama tíma kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á borgarráðsfundi að um 24-30 leiðbeinendum sem unnið hafa í félagsmiðstöðvum eldri borgara hafi verið sagt upp störfum og að ekki muni verða ráðnir starfsmenn í þeirra stað. Reykjavíkurborg er hér með að „gjöreyða" félagsstarfi eldri borgara á 15 starfsstöðvum. Mjög pent. Tillögunni var ýtt í gegn á meðan aðrar umræður eru í brennidepli. Hefur tillagan verið samþykkt af velferðarráði, borgarstjórn eða borgarráði? Hálft starfsgildi verður fyrir hverja félagsmiðstöð og reyna á að fá Rauða krossinn og/eða hjúkrunarheimilin til að manna restina með sjálfboðastarfi. Hvað er verið að tala um? Það sér það hver heilvita maður að þetta getur alls ekki gengið upp. Niðurskurðurinn á hjúkrunarheimilum borgarinnar er nú þegar orðinn það mikill að ég efast stórlega um að þar sé hægt að fá mannskap í sjálfboðastarf til að manna stöður, þó að þar vinni frábært fólk sem má þola mikið álag dag hvern og sé alltaf tilbúið að leggja fram sína aðstoð og þjónustulund. Hvert mun þessi hópur leita? Hvert getur hann leitað? Er búið að hugsa málið til enda? Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir eru þetta hreinlega fáránlegar aðgerðir sem skreyttar eru með hugtökum sem „flott" er að nota nú á dögum þegar þarf að afgreiða flókin mál, má þar nefna hugtök eins og „sjálfbærni" og „valdefli", hugtök sem hinn almenni borgari skilur hugsanlega ekki til hlítar, því þau eru notuð í svo víðu samhengi og við öll tilefni sem gefast, en allt lítur þetta rosalega vel út á pappír. Að mínu mati getur borgin hreinlega ekki sokkið dýpra, þetta eru kerfisbundnar aðgerðir í átt að verulegri félagslegri einangrun og ekkert annað, þessar aðgerðir munu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra sem sótt hafa félagstarfið, áhyggjur þeirra af ástvinum og ættingjum munu stóraukast. Eldri borgarar hafa unnið fyrir sér frá unga aldri, margir hverjir ef ekki allir mun erfiðari störf en þekkjast í dag. Þau hafa borgað sína skatta og gjöld. Hvenær mun vera komið nóg? Af minni reynslu þá finn ég það að félagsstarf eldri borgara gefur þeim sem það sækja mikið, eldmóð, tilhlökkun, hamingju og lífsfyllingu. Sá hópur sem er virkur í félagsstarfinu nýtur þess tvímælalaust. Það fer ekki á milli mála að þetta starf er nauðsynlegt og er hluti af lífi þúsunda einstaklinga. Kominn er tími til að við hugsum um hvað Reykjavíkurborg er að gera. Hefur sameining leikskóla sýnt að þær aðgerðir skili þeim sparnaði sem sameiningin átti að færa? Sameina á heimili fyrir fatlaða núna á næstu misserum, hvað hefur það í för með sér? Talað hefur verið um sameiningu grunnskóla. Áður en við vitum af verður allt sameinað í sparnaðarskyni, en myndar það samstöðu í samfélaginu? Kominn er tími á að ekki aðeins það góða hjá borginni rati í fjölmiðla og að sparnaðaraðgerðir verði ekki þaggaðar niður. Hvernig væri að borgarstjórn myndi hætta að tala um það hverjir fara í jómfrúarflug og hverjir ekki og fari að sinna sínu starfi af alvöru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að „kvarta" og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn? Nú standa umræður um forsetakosningar sem hæst. Á sama tíma kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á borgarráðsfundi að um 24-30 leiðbeinendum sem unnið hafa í félagsmiðstöðvum eldri borgara hafi verið sagt upp störfum og að ekki muni verða ráðnir starfsmenn í þeirra stað. Reykjavíkurborg er hér með að „gjöreyða" félagsstarfi eldri borgara á 15 starfsstöðvum. Mjög pent. Tillögunni var ýtt í gegn á meðan aðrar umræður eru í brennidepli. Hefur tillagan verið samþykkt af velferðarráði, borgarstjórn eða borgarráði? Hálft starfsgildi verður fyrir hverja félagsmiðstöð og reyna á að fá Rauða krossinn og/eða hjúkrunarheimilin til að manna restina með sjálfboðastarfi. Hvað er verið að tala um? Það sér það hver heilvita maður að þetta getur alls ekki gengið upp. Niðurskurðurinn á hjúkrunarheimilum borgarinnar er nú þegar orðinn það mikill að ég efast stórlega um að þar sé hægt að fá mannskap í sjálfboðastarf til að manna stöður, þó að þar vinni frábært fólk sem má þola mikið álag dag hvern og sé alltaf tilbúið að leggja fram sína aðstoð og þjónustulund. Hvert mun þessi hópur leita? Hvert getur hann leitað? Er búið að hugsa málið til enda? Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir eru þetta hreinlega fáránlegar aðgerðir sem skreyttar eru með hugtökum sem „flott" er að nota nú á dögum þegar þarf að afgreiða flókin mál, má þar nefna hugtök eins og „sjálfbærni" og „valdefli", hugtök sem hinn almenni borgari skilur hugsanlega ekki til hlítar, því þau eru notuð í svo víðu samhengi og við öll tilefni sem gefast, en allt lítur þetta rosalega vel út á pappír. Að mínu mati getur borgin hreinlega ekki sokkið dýpra, þetta eru kerfisbundnar aðgerðir í átt að verulegri félagslegri einangrun og ekkert annað, þessar aðgerðir munu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra sem sótt hafa félagstarfið, áhyggjur þeirra af ástvinum og ættingjum munu stóraukast. Eldri borgarar hafa unnið fyrir sér frá unga aldri, margir hverjir ef ekki allir mun erfiðari störf en þekkjast í dag. Þau hafa borgað sína skatta og gjöld. Hvenær mun vera komið nóg? Af minni reynslu þá finn ég það að félagsstarf eldri borgara gefur þeim sem það sækja mikið, eldmóð, tilhlökkun, hamingju og lífsfyllingu. Sá hópur sem er virkur í félagsstarfinu nýtur þess tvímælalaust. Það fer ekki á milli mála að þetta starf er nauðsynlegt og er hluti af lífi þúsunda einstaklinga. Kominn er tími til að við hugsum um hvað Reykjavíkurborg er að gera. Hefur sameining leikskóla sýnt að þær aðgerðir skili þeim sparnaði sem sameiningin átti að færa? Sameina á heimili fyrir fatlaða núna á næstu misserum, hvað hefur það í för með sér? Talað hefur verið um sameiningu grunnskóla. Áður en við vitum af verður allt sameinað í sparnaðarskyni, en myndar það samstöðu í samfélaginu? Kominn er tími á að ekki aðeins það góða hjá borginni rati í fjölmiðla og að sparnaðaraðgerðir verði ekki þaggaðar niður. Hvernig væri að borgarstjórn myndi hætta að tala um það hverjir fara í jómfrúarflug og hverjir ekki og fari að sinna sínu starfi af alvöru?
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar