Hver er réttur barna á Íslandi? François Scheefer skrifar 28. júní 2012 06:00 24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga. Áður en til þess kom hafði dóttir mín upplifað ólöglega tálmun í eitt ár og níu mánuði, eða frá 9. janúar 2006. Hinn 30. október það ár voru dagsektir lagðar á lögheimilisforeldrið í hundrað daga skv. 48. gr Barnalaga til að að stoppa ólöglega tálmun. Enda höfðum við dóttir mín rétt á að njóta fjölskyldulífs aðra hverja helgi, annað hvert þriðjudagskvöld, auk fjögurra vikna sumarfrís, skv. úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík, í anda fyrstu setningar 28. gr. Barnalaga um uppeldisskyldur, og skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar um heimili og fjölskyldu. Aðfararúrræðið tók 14 mánuði og allan þann tíma hélt tálmunin áfram í ýmsu formi. Dóttir mín fékk ekki fulla umgengni við mig fyrr en 31. desember 2008 og höfðum við þá verið meira og minna aðskilin vegna ólöglegra tálmana í tæp þrjú ár. Enga hjálp að fáOg í dag er ég nú í sjötta sinn tilneyddur til að krefjast dagsekta skv 48. gr. Barnalaga vegna slíkra brota, því auk dagsektarmáls frá 27. apríl, hófst nýtt slíkt mál hjá Sýslumanninum í Reykjavík 11. júní. Lögheimilisforeldrið braut réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. júní 2008 um endurfundi um helgar frá kl. 14 á föstudegi til mánudagsmorguns og ákvað fyrirvaralaust að samvistir helgarinnar eigi framvegis að hefjast kl. 18. Það tilkynnti að það hefði ákveðið að tálma lögvarðan umgengnisrétt dóttur minnar allan júnímánuð, minnka lögbundið fjögurra vikna sumarfrí okkar í eina viku – og tjáði mér auk þess án lögbundinna skýringa að barnið hafi verið sent út á land. Ég gerði strax Sýslumanninum í Reykjavík, lögreglunni, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofu viðvart og sendi beiðnir um hjálp til þessara aðila. Auk þess sendi lögmaður minn Barnavernd Reykjavíkur þrjú bréf, sýslumanninum þrjú bréf og tvö bréf til gerandans. En engin svör hafa borist, hvorki til mín né lögmanns míns nema almenn staðfesting á dagsektum frá sýslumanni og bréf til mín frá Barnaverndarstofu, sem segir að málið verði skoðað og að ég þurfi að bíða eftir svörum í allt að tólf mánuði. Það er enga hjálp að fá. Ég fæ hvorki svör né aðstoð frá þeim stofnunum sem eiga að koma í veg fyrir brot af þessu tagi. Barnavernd Reykjavíkur hefur ekki svarað mér í átta mánuði. Á þessum tímapunkti hef ég ekki hugmynd um hvað hefur orðið um dóttur mína. Ég er algjörlega úrræðalaus. Umboðsmaður Alþingis getur ekkert gert. Hvað þá umboðsmaður barna. Hvert á ég að leita? Hvað er að íslenskum lögum ?Frá sumarlokum 2002, eða á síðastliðnum tíu árum hafa lögvarðir úrskurðir sýslumanns og réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur um umgengnisrétt barnsins aldrei verið virtir til fulls af lögheimilisforeldri þess. Á þessum tíu árum hefur dóttir mín aðeins varið um 10% af lífi sínu með mér sem umgengnisforeldri hennar. Öll árin hafa einkennst af annað hvort einhverri eða mikilli tálmun. Á tveimur árum hafa brotin varað allt árið, eða 2006 og 2007. Þau eru nú orðin vel á annað hundrað. Og réttarkerfið virðist láta sér í léttu rúmi liggja þótt allt þetta bitni á bæði barninu og mér, jafnvel þótt 65. gr. stjórnarskrárinnar segi að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Hvað er að íslenskum lögum og þeim stofnunum sem eiga að vernda rétt barna og almennra borgara á Íslandi? Hver er réttur barna í íslensku þjóðfélagi? Eru íslensk börn réttindalaus fórnarlömb jafnvel þeirra sem eiga að vernda þau? Og hafa börn og foreldrar þeirra engan rétt gagnvart lögheimilisforeldrum á Íslandi? 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 43. grein Barnalaga eiga að tryggja rétt barns til að tjá sig og að á það sé hlustað. En svo virðist sem þetta sé ekki virt á Íslandi. Enginn virðist taka skoðanir barns alvarlega. Gera embættismenn sér grein fyrir því að slíkt er glæpsamlegt athæfi? Ferlið sem ég fór í gegnum frá 9. janúar 2006 til 31. desember 2008 tók tæp þrjú ár. Og nú stend ég í sjötta sinn frammi fyrir því að hefja sama ferli á ný. Hvernig getur slíkt staðist í vestrænu réttarríki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga. Áður en til þess kom hafði dóttir mín upplifað ólöglega tálmun í eitt ár og níu mánuði, eða frá 9. janúar 2006. Hinn 30. október það ár voru dagsektir lagðar á lögheimilisforeldrið í hundrað daga skv. 48. gr Barnalaga til að að stoppa ólöglega tálmun. Enda höfðum við dóttir mín rétt á að njóta fjölskyldulífs aðra hverja helgi, annað hvert þriðjudagskvöld, auk fjögurra vikna sumarfrís, skv. úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík, í anda fyrstu setningar 28. gr. Barnalaga um uppeldisskyldur, og skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar um heimili og fjölskyldu. Aðfararúrræðið tók 14 mánuði og allan þann tíma hélt tálmunin áfram í ýmsu formi. Dóttir mín fékk ekki fulla umgengni við mig fyrr en 31. desember 2008 og höfðum við þá verið meira og minna aðskilin vegna ólöglegra tálmana í tæp þrjú ár. Enga hjálp að fáOg í dag er ég nú í sjötta sinn tilneyddur til að krefjast dagsekta skv 48. gr. Barnalaga vegna slíkra brota, því auk dagsektarmáls frá 27. apríl, hófst nýtt slíkt mál hjá Sýslumanninum í Reykjavík 11. júní. Lögheimilisforeldrið braut réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. júní 2008 um endurfundi um helgar frá kl. 14 á föstudegi til mánudagsmorguns og ákvað fyrirvaralaust að samvistir helgarinnar eigi framvegis að hefjast kl. 18. Það tilkynnti að það hefði ákveðið að tálma lögvarðan umgengnisrétt dóttur minnar allan júnímánuð, minnka lögbundið fjögurra vikna sumarfrí okkar í eina viku – og tjáði mér auk þess án lögbundinna skýringa að barnið hafi verið sent út á land. Ég gerði strax Sýslumanninum í Reykjavík, lögreglunni, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofu viðvart og sendi beiðnir um hjálp til þessara aðila. Auk þess sendi lögmaður minn Barnavernd Reykjavíkur þrjú bréf, sýslumanninum þrjú bréf og tvö bréf til gerandans. En engin svör hafa borist, hvorki til mín né lögmanns míns nema almenn staðfesting á dagsektum frá sýslumanni og bréf til mín frá Barnaverndarstofu, sem segir að málið verði skoðað og að ég þurfi að bíða eftir svörum í allt að tólf mánuði. Það er enga hjálp að fá. Ég fæ hvorki svör né aðstoð frá þeim stofnunum sem eiga að koma í veg fyrir brot af þessu tagi. Barnavernd Reykjavíkur hefur ekki svarað mér í átta mánuði. Á þessum tímapunkti hef ég ekki hugmynd um hvað hefur orðið um dóttur mína. Ég er algjörlega úrræðalaus. Umboðsmaður Alþingis getur ekkert gert. Hvað þá umboðsmaður barna. Hvert á ég að leita? Hvað er að íslenskum lögum ?Frá sumarlokum 2002, eða á síðastliðnum tíu árum hafa lögvarðir úrskurðir sýslumanns og réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur um umgengnisrétt barnsins aldrei verið virtir til fulls af lögheimilisforeldri þess. Á þessum tíu árum hefur dóttir mín aðeins varið um 10% af lífi sínu með mér sem umgengnisforeldri hennar. Öll árin hafa einkennst af annað hvort einhverri eða mikilli tálmun. Á tveimur árum hafa brotin varað allt árið, eða 2006 og 2007. Þau eru nú orðin vel á annað hundrað. Og réttarkerfið virðist láta sér í léttu rúmi liggja þótt allt þetta bitni á bæði barninu og mér, jafnvel þótt 65. gr. stjórnarskrárinnar segi að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Hvað er að íslenskum lögum og þeim stofnunum sem eiga að vernda rétt barna og almennra borgara á Íslandi? Hver er réttur barna í íslensku þjóðfélagi? Eru íslensk börn réttindalaus fórnarlömb jafnvel þeirra sem eiga að vernda þau? Og hafa börn og foreldrar þeirra engan rétt gagnvart lögheimilisforeldrum á Íslandi? 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 43. grein Barnalaga eiga að tryggja rétt barns til að tjá sig og að á það sé hlustað. En svo virðist sem þetta sé ekki virt á Íslandi. Enginn virðist taka skoðanir barns alvarlega. Gera embættismenn sér grein fyrir því að slíkt er glæpsamlegt athæfi? Ferlið sem ég fór í gegnum frá 9. janúar 2006 til 31. desember 2008 tók tæp þrjú ár. Og nú stend ég í sjötta sinn frammi fyrir því að hefja sama ferli á ný. Hvernig getur slíkt staðist í vestrænu réttarríki?
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun