Um fjórfrelsi dýranna og reglur ESB Guðni Ágústsson skrifar 27. júní 2012 06:00 Við Íslendingar vöknuðum einn morgun við mikið uppnám – litlum merði hafði verið smyglað inn í landið með Norrænu. Allt fór á annan endann sem eðlilegt var. Þetta var í fyrsta lagi lögbrot að flytja lifandi dýr beint inn í landið. Og í öðru lagi gat verið mikil hætta á ferðum um að dýrið bæri sjúkdóma með sér. Einstaklingurinn sem afbrotið framdi hefur kannski talið sig í sama rétti og þann sem flytur dýr á milli landa í Evrópu, þar eru löndin jafn sett í þessu efni. Merðinum litla var lógað þegar til hans náðist. Hér gilda eðlilaga allt aðrar reglur vegna þess að Ísland er laust við megnið af smitsjúkdómum húsdýranna í Evrópu. En dýrastofnar okkar eru bæði heilbrigðir og viðkvæmir, þeir bera ekki í sér sömu mótefni gagnvart sjúkdómunum. Því er staðan sú að ef smit berst hingað getur orðið dýrafellir og gríðarlegt fjárhagslegt tjón. Þetta bann snýr því einnig að dýravernd hjá okkur og auðvitað höfum við orðið fyrir tilfinnanlegum skaða af sjúkdómum sem hafa eigi að síður borist hingað. Hrossapest í skósólaFlestir muna eftir hitapest í hrossum sem olli miklu tjóni fyrir nokkrum árum, og talið er að hafi borist með skítugum reiðfatnaði eða skóm hestamanns. Svo ekki sé talað um vonda sjúkdóma sem bárust hingað á síðustu öld með innflutningi búfjár, t.d. karakúlfé. Við höfum glímt við afleiðingar af mæðiveiki, sauðfjárriðu, garnaveiki og kláða sem allt barst til landsins. Okkur hefur tekist með ærnum tilkostnaði að útrýma sumum þessara sjúkdóma. Eða þá tekist að hemja þá og halda þeim í skefjum, þó skýtur sauðfjárriðan upp kollinum öðru hvoru með vondum afleiðingum og niðurskurði. Stundum hefur borist hingað hunda- og kattafár sem hefur leikið þessi húsdýr okkar grátt. Góða staðan er hins vegar sú að við erum laus við þá ógnvænlegu sjúkdóma sem fara oft eins og eldur í sinu um mörg ESB-lönd, ég nefni gin og klaufaveiki og kúariðuna. Hér eru smitsjúkdómar í húsdýrum örfáir og allir undir kontról og sjúkdómavarnir okkar góðar. Í Evrópu skipta þessir sjúkdómar tugum og koma upp með jöfnu millibili, sumir þeirra ógna lífi manna og dýra. Hin banvæna flugaÞað má aldrei slaka á öryggisnetinu, við ættum frekar að herða það ef eitthvað væri. Ég þakka tollvörðum þeirra árvökulu augu. Þeir stöðva margan lögbrjótinn og mér er sagt að stundum sé þetta fólk með bréf frá ESB um að það megi fara með dýrið til Íslands, þeir kvitta upp á glæpinn af vangá. Erlendir veiðimenn gætu með útbúnaði sínum borið sjúkdóma í laxfiska veiðiánna eða silung vatnanna. Því gilda strangar reglur um sótthreinsun og æskilegast að þeir komi ekki með veiðigræjur sínar með sér til landsins. Í viðræðum Íslands og ESB liggja faldar hættur. ESB hefur engu landi gefið eftir fjórfrelsi dýranna og skilningurinn í Brussel er ekki séður með gleraugum dýralæknisins hvort í hlut eiga lifandi dýr eða hrátt kjöt sem einnig getur verið smitberi. Kann að vera að doktorsprófið í kynæxlun laxfiska hjálpi Össurri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra til að kokgleypa ekki banvæna flugu eins og fjórfrelsi húsdýranna er okkur Íslendingum. Öryggishlið í KeflavíkHér ætti að vera öryggishlið í Keflavík og á Seyðisfirði sem allir þeir færu um sem eru með fatnað eða annað og ætla í sveitina eða t.d. nú á Landsmót hestamanna. Eins er áróður og upplýsingar í flugvélum komufarþega mjög takmarkaður hvað hættuna varðar. Og Íslendingar sjálfir eru því miður alltof margir kærulausir erlendis. Nýja-Sjáland er heilbrigt land hvað dýrasjúkdóma varðar og mikið útflutningsland á matvælum. Að ganga af kæruleysi um þeirra landamæri er glæpur og tekið hart á sökudólgunum. Vonandi hefur litli mörðurinn gert það gagn að hann opnar augu okkar fyrir því að innflutningur lifandi dýra og á hráu kjöti er dauðans alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar vöknuðum einn morgun við mikið uppnám – litlum merði hafði verið smyglað inn í landið með Norrænu. Allt fór á annan endann sem eðlilegt var. Þetta var í fyrsta lagi lögbrot að flytja lifandi dýr beint inn í landið. Og í öðru lagi gat verið mikil hætta á ferðum um að dýrið bæri sjúkdóma með sér. Einstaklingurinn sem afbrotið framdi hefur kannski talið sig í sama rétti og þann sem flytur dýr á milli landa í Evrópu, þar eru löndin jafn sett í þessu efni. Merðinum litla var lógað þegar til hans náðist. Hér gilda eðlilaga allt aðrar reglur vegna þess að Ísland er laust við megnið af smitsjúkdómum húsdýranna í Evrópu. En dýrastofnar okkar eru bæði heilbrigðir og viðkvæmir, þeir bera ekki í sér sömu mótefni gagnvart sjúkdómunum. Því er staðan sú að ef smit berst hingað getur orðið dýrafellir og gríðarlegt fjárhagslegt tjón. Þetta bann snýr því einnig að dýravernd hjá okkur og auðvitað höfum við orðið fyrir tilfinnanlegum skaða af sjúkdómum sem hafa eigi að síður borist hingað. Hrossapest í skósólaFlestir muna eftir hitapest í hrossum sem olli miklu tjóni fyrir nokkrum árum, og talið er að hafi borist með skítugum reiðfatnaði eða skóm hestamanns. Svo ekki sé talað um vonda sjúkdóma sem bárust hingað á síðustu öld með innflutningi búfjár, t.d. karakúlfé. Við höfum glímt við afleiðingar af mæðiveiki, sauðfjárriðu, garnaveiki og kláða sem allt barst til landsins. Okkur hefur tekist með ærnum tilkostnaði að útrýma sumum þessara sjúkdóma. Eða þá tekist að hemja þá og halda þeim í skefjum, þó skýtur sauðfjárriðan upp kollinum öðru hvoru með vondum afleiðingum og niðurskurði. Stundum hefur borist hingað hunda- og kattafár sem hefur leikið þessi húsdýr okkar grátt. Góða staðan er hins vegar sú að við erum laus við þá ógnvænlegu sjúkdóma sem fara oft eins og eldur í sinu um mörg ESB-lönd, ég nefni gin og klaufaveiki og kúariðuna. Hér eru smitsjúkdómar í húsdýrum örfáir og allir undir kontról og sjúkdómavarnir okkar góðar. Í Evrópu skipta þessir sjúkdómar tugum og koma upp með jöfnu millibili, sumir þeirra ógna lífi manna og dýra. Hin banvæna flugaÞað má aldrei slaka á öryggisnetinu, við ættum frekar að herða það ef eitthvað væri. Ég þakka tollvörðum þeirra árvökulu augu. Þeir stöðva margan lögbrjótinn og mér er sagt að stundum sé þetta fólk með bréf frá ESB um að það megi fara með dýrið til Íslands, þeir kvitta upp á glæpinn af vangá. Erlendir veiðimenn gætu með útbúnaði sínum borið sjúkdóma í laxfiska veiðiánna eða silung vatnanna. Því gilda strangar reglur um sótthreinsun og æskilegast að þeir komi ekki með veiðigræjur sínar með sér til landsins. Í viðræðum Íslands og ESB liggja faldar hættur. ESB hefur engu landi gefið eftir fjórfrelsi dýranna og skilningurinn í Brussel er ekki séður með gleraugum dýralæknisins hvort í hlut eiga lifandi dýr eða hrátt kjöt sem einnig getur verið smitberi. Kann að vera að doktorsprófið í kynæxlun laxfiska hjálpi Össurri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra til að kokgleypa ekki banvæna flugu eins og fjórfrelsi húsdýranna er okkur Íslendingum. Öryggishlið í KeflavíkHér ætti að vera öryggishlið í Keflavík og á Seyðisfirði sem allir þeir færu um sem eru með fatnað eða annað og ætla í sveitina eða t.d. nú á Landsmót hestamanna. Eins er áróður og upplýsingar í flugvélum komufarþega mjög takmarkaður hvað hættuna varðar. Og Íslendingar sjálfir eru því miður alltof margir kærulausir erlendis. Nýja-Sjáland er heilbrigt land hvað dýrasjúkdóma varðar og mikið útflutningsland á matvælum. Að ganga af kæruleysi um þeirra landamæri er glæpur og tekið hart á sökudólgunum. Vonandi hefur litli mörðurinn gert það gagn að hann opnar augu okkar fyrir því að innflutningur lifandi dýra og á hráu kjöti er dauðans alvara.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun