„Leikur á borði“ 22. júní 2012 16:00 Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun