Taflmennska án nægrar íhugunar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. júní 2012 06:00 Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar