Réttlátara og betra samfélag Guðbjartur Hannesson skrifar 19. júní 2012 06:00 Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. Mörgum þótti sérkennilegt að gera þennan greinarmun á konum og körlum og skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein helsta forystukona kvenréttindabaráttunnar, að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim. Meirihluti þingmanna lét þau orð sem vind um eyru þjóta og bar því við að konur skorti pólitískan þroska. Sennilega var hin raunverulega ástæða ótti við viðbrögð nýs kjósendahóps sem raskað gæti ríkjandi valdahlutföllum. Árið 1918 var 40 ára aldursákvæðið loks numið úr lögum en þó ekki fyrir tilstilli Íslendinga heldur að kröfu Dana. Á þessum tíma blésu mannréttindavindar um alla Evrópu eftir lok hrikalegrar heimsstyrjaldar en það þurfti að ýta við valdamönnum hér til að afnema þetta hlægilega ákvæði. Beita þarf vopnum sem bítaUm aldir giltu mismunandi lög um konur og karla hér á landi. Karlar höfðu nánast algjöran yfirráðarétt yfir konum og börnum og það tók meira en öld og mikla baráttu að tryggja konum og körlum jöfn lagaleg réttindi. Þá var eftir glíman við hefðirnar, kyngervin, verkaskiptinguna, launamisréttið, íhaldssemina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar og enn er verk að vinna. Lagalegt jafnrétti dugir ekki eitt sér, meira þarf til í jafnréttisbaráttunni. Miklu skiptir að allir landsmenn taki verkefnið alvarlega og beiti þeim vopnum sem duga. Margt hefur áunnist eins og sést á því að undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Þar eru einkum mæld fjögur svið þar sem verulega reynir á jafnrétti kynjanna en það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðismál og staða á vinnumarkaði. Gerum góðan árangur betriGóður árangur okkar gæti samt verið betri. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og skarður hlutur kvenna í áhrifa- og stjórnunarstöðum fyrirtækja og stofnana. Það síðartalda stendur til bóta því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Konum hefur þegar fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða en um 55% fyrirtækja þurfa að bæta konu eða konum í stjórnina nema hvað eitt fyrirtæki þarf að bæta við karli. Alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföllin. Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viðureignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7–16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir en í löndum Evrópusambandsins er hann að meðaltali rúm 16%. Vonbrigðum veldur að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé nú heldur að aukast á ný hér á landi. Jafnlaunastaðall kynnturÞað er ánægjulegt að geta í dag kynnt til sögu svokallaðan jafnlaunastaðal sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samræmi við bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga frá árinu 2008, undir styrkri stjórn Staðlaráðs Íslands. Vonandi verður hann öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynjanna en markmiðið er að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða staðalinn við launaákvarðanir, noti hann sem leiðarvísi og geti ef rétt er á málum haldið fengið vottun uppfylli þau kröfur staðalsins um launajafnrétti kynjanna. Frumvarp til laga um staðalinn fer nú í opið kynningar- og umsagnarferli og ætti að komast í notkun fyrir lok þessa árs. Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlátara og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. Mörgum þótti sérkennilegt að gera þennan greinarmun á konum og körlum og skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein helsta forystukona kvenréttindabaráttunnar, að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim. Meirihluti þingmanna lét þau orð sem vind um eyru þjóta og bar því við að konur skorti pólitískan þroska. Sennilega var hin raunverulega ástæða ótti við viðbrögð nýs kjósendahóps sem raskað gæti ríkjandi valdahlutföllum. Árið 1918 var 40 ára aldursákvæðið loks numið úr lögum en þó ekki fyrir tilstilli Íslendinga heldur að kröfu Dana. Á þessum tíma blésu mannréttindavindar um alla Evrópu eftir lok hrikalegrar heimsstyrjaldar en það þurfti að ýta við valdamönnum hér til að afnema þetta hlægilega ákvæði. Beita þarf vopnum sem bítaUm aldir giltu mismunandi lög um konur og karla hér á landi. Karlar höfðu nánast algjöran yfirráðarétt yfir konum og börnum og það tók meira en öld og mikla baráttu að tryggja konum og körlum jöfn lagaleg réttindi. Þá var eftir glíman við hefðirnar, kyngervin, verkaskiptinguna, launamisréttið, íhaldssemina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar og enn er verk að vinna. Lagalegt jafnrétti dugir ekki eitt sér, meira þarf til í jafnréttisbaráttunni. Miklu skiptir að allir landsmenn taki verkefnið alvarlega og beiti þeim vopnum sem duga. Margt hefur áunnist eins og sést á því að undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Þar eru einkum mæld fjögur svið þar sem verulega reynir á jafnrétti kynjanna en það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðismál og staða á vinnumarkaði. Gerum góðan árangur betriGóður árangur okkar gæti samt verið betri. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og skarður hlutur kvenna í áhrifa- og stjórnunarstöðum fyrirtækja og stofnana. Það síðartalda stendur til bóta því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Konum hefur þegar fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða en um 55% fyrirtækja þurfa að bæta konu eða konum í stjórnina nema hvað eitt fyrirtæki þarf að bæta við karli. Alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföllin. Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viðureignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7–16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir en í löndum Evrópusambandsins er hann að meðaltali rúm 16%. Vonbrigðum veldur að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé nú heldur að aukast á ný hér á landi. Jafnlaunastaðall kynnturÞað er ánægjulegt að geta í dag kynnt til sögu svokallaðan jafnlaunastaðal sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samræmi við bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga frá árinu 2008, undir styrkri stjórn Staðlaráðs Íslands. Vonandi verður hann öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynjanna en markmiðið er að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða staðalinn við launaákvarðanir, noti hann sem leiðarvísi og geti ef rétt er á málum haldið fengið vottun uppfylli þau kröfur staðalsins um launajafnrétti kynjanna. Frumvarp til laga um staðalinn fer nú í opið kynningar- og umsagnarferli og ætti að komast í notkun fyrir lok þessa árs. Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlátara og betra.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun