Brúkum bekkina Unnur Pétursdóttir skrifar 15. júní 2012 06:00 Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélagsverkefnum til að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið „Að brúka bekki", framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitarfélög. Hugmyndin gengur út á að kortleggja stuttar gönguleiðir, sem henta þeim sem lakir eru til gangs, gjarnan í námunda við fjölbýlishús eldri borgara. Vissulega eru bekkir víða, en þessar leiðir eru þannig hannaðar að tryggt er að ekki séu meira en 200-300 m á milli bekkja, sem er forsenda þess að fjölmargir treysti sér til að ganga úti. Sjúkraþjálfarar á Akureyri riðu á vaðið og vígðu fyrstu tvær leiðirnar árið 2010. Nú eru þar fjórar leiðir sem liggja úr frá fjölbýlishúsum eldri borgara við Lindarsíðu, Víðilund, Hlíð og Mýrarveg. Verkefnið hefur hlotið góðan hljómgrunn víðar. Á Húsavík eru tvær leiðir út frá dvalarheimilinu Hvammi ásamt einni leið í suðurhverfi bæjarins og á Kópaskeri er gönguleið við sjávarsíðuna. Í Garðabæ liggja tvær leiðir frá Sjálandi og upp að verslunarmiðstöðinni Litlatúni. Gönguleiðir af þessu tagi eru einnig komnar í Hamraborg, Gullsmára og við Boðaþing í Kópavogi. Í Mosfellsbæ er verið að setja upp tvær leiðir út frá miðbæjarkjarnanum, auk þess sem verkefnið er í undirbúningi í Hafnarfirði og á Raufarhöfn. Kort hafa verið gerð með staðsetningu bekkjanna og má nálgast þau á vef FÍSÞ, www.physio.is . Yngri aðstandendur eru hvattir til að aðstoða hina eldri við að finna kortin á vefsíðunni, prenta út og jafnvel ganga með þeim fyrsta hringinn. Sjúkraþjálfarar vonast til þess að íbúar í nágrenni þessara leiða notfæri sér bekkina óspart og láti takmarkaða göngugetu ekki hindra sig í að drífa sig út í sumarið. Það er stutt í næsta bekk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Unnur Pétursdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélagsverkefnum til að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið „Að brúka bekki", framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitarfélög. Hugmyndin gengur út á að kortleggja stuttar gönguleiðir, sem henta þeim sem lakir eru til gangs, gjarnan í námunda við fjölbýlishús eldri borgara. Vissulega eru bekkir víða, en þessar leiðir eru þannig hannaðar að tryggt er að ekki séu meira en 200-300 m á milli bekkja, sem er forsenda þess að fjölmargir treysti sér til að ganga úti. Sjúkraþjálfarar á Akureyri riðu á vaðið og vígðu fyrstu tvær leiðirnar árið 2010. Nú eru þar fjórar leiðir sem liggja úr frá fjölbýlishúsum eldri borgara við Lindarsíðu, Víðilund, Hlíð og Mýrarveg. Verkefnið hefur hlotið góðan hljómgrunn víðar. Á Húsavík eru tvær leiðir út frá dvalarheimilinu Hvammi ásamt einni leið í suðurhverfi bæjarins og á Kópaskeri er gönguleið við sjávarsíðuna. Í Garðabæ liggja tvær leiðir frá Sjálandi og upp að verslunarmiðstöðinni Litlatúni. Gönguleiðir af þessu tagi eru einnig komnar í Hamraborg, Gullsmára og við Boðaþing í Kópavogi. Í Mosfellsbæ er verið að setja upp tvær leiðir út frá miðbæjarkjarnanum, auk þess sem verkefnið er í undirbúningi í Hafnarfirði og á Raufarhöfn. Kort hafa verið gerð með staðsetningu bekkjanna og má nálgast þau á vef FÍSÞ, www.physio.is . Yngri aðstandendur eru hvattir til að aðstoða hina eldri við að finna kortin á vefsíðunni, prenta út og jafnvel ganga með þeim fyrsta hringinn. Sjúkraþjálfarar vonast til þess að íbúar í nágrenni þessara leiða notfæri sér bekkina óspart og láti takmarkaða göngugetu ekki hindra sig í að drífa sig út í sumarið. Það er stutt í næsta bekk!
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar