Tölum hreint út um spillingu og þöggun 15. júní 2012 06:30 Herdís Þorgeirsdóttir Forsetaframbjóðandinn heimsótti CCP á dögunum og ræddi um framboðið við starfsfólk fyrirtækisins. fréttablaðið/gva Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira