Tölum hreint út um spillingu og þöggun 15. júní 2012 06:30 Herdís Þorgeirsdóttir Forsetaframbjóðandinn heimsótti CCP á dögunum og ræddi um framboðið við starfsfólk fyrirtækisins. fréttablaðið/gva Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira