Kvennahlaupið og ófrjósemi fortíðar Karen Kjartansdóttir og Elísabet Margeirsdóttir skrifar 13. júní 2012 06:00 Leg kvenna átti að ganga úr lagi við hlaup og fætur þeirra að afmyndast. Þeim var líkamlega ómögulegt að hlaupa maraþon og keppni kvenna í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 hafði sýnt, svo ekki varð um villst, að konur höfðu ekki líkamlega burði til að keppa í meira en 200 metra hlaupi. Um þetta skrifuðu lærðir menn og læknar lýstu því yfir í virðulegum blöðum að meira álag þyldu konur bara ekki. Sumir keppendanna í 800 metra hlaupinu voru nefnilega svo örmagna eftir hlaupið að skömm var að en ekki til marks um einurð og hörku sem þó voru orð sem notuð voru þegar karlkyns keppendur komu örþreyttir í mark. Það var ekki fyrr en 32 árum síðar, eða á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 að konur fengu aftur að reyna fyrir sér í 800 metra hlaupi. Þegar Kathrine Switzer læddi sér inn í Boston-maraþonið árið 1967 máttu konur ekki hlaupa maraþon. Þegar hlaupstjórinn varð hennar var hljóp hann á eftir henni öskrandi að hún ætti að drulla sér úr hlaupinu og skila keppnisnúmerinu, konur mættu ekki vera með. Kathrine hlýddi honum ekki og með hjálp annarra keppanda tókst henni að ljúka því. Mótshaldarar vildu þó þrjóskast við, neituðu að færa hlaup hennar til bókar og vildu herða reglur sem útilokuðu konur frá keppni í langhlaupum. En boltinn var farin að rúlla og konur farnar að hlaupa og næstu árin hlupu æ fleiri konur í maraþonhlaupum þótt þær hefðu ekki til þess leyfi. Eftir hlaupið ákvað Kathrine að helga sig baráttunni fyrir jöfnum tækifærum karla og kvenna í íþróttum. Svo fór að kvennabanninu var aflétt í Boston-maraþoninu árið 1972 og á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 fengu konur fyrst að keppa í maraþoni. Komið hefur í ljós að frammistaða kynjanna er jöfnust í lengstu þolgreinum. Ekki er vitað til þess að hlaup hafi gert nokkra konu ófrjóa eða að leg nokkurrar þeirrar hafi gengið úr lagi við hlaupin. Reyndar hljóp kona í Chicago-maraþoninu í fyrra þótt hún væri gengin fulla meðgöngu og sjö klukkustundum síðar ól hún heilbrigða dóttur. Hreyfing, ekki síst hlaup, dregur úr kvíða, hættu á því að fá beinþynningu, ýmsum tegundum krabbameina og lífsstílssjúkdóma. Hlaup styrkja líkamann og auka sjálfsálit fólks. Ef fólki líður ekki vel í eigin skinni er erfitt fyrir það að njóta þess til fulls að vera til. Líði fólki hins vegar vel í eigin skinni á það auðveldara með að takast á við annir hversdagsins og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Okkur þykir vert að rifja upp þessa sögu þegar styttist í næsta Kvennahlaup ÍSÍ. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990. Hlaupin eru tilvalin leið til að taka fyrstu skrefin í átt til heilbrigðari lifnaðarhátta og minna sig á mikilvægi þess að halda sér í góðu formi –í því felst mikið frelsi. Hlaupið er ekki síður mikilvæg áminning um að frelsi fæst ekki gefins heldur þarf átak til og hugrekki til að ganga gegn fyrirfram gefnum hugmyndum samfélagsins. Konur mega og geta hlaupið. Áðurnefnd Kathrine Switzer hefur notað hlaup sem samlíkingu um kvennabaráttu almennt. Í bókinni The Spirit of Marathon eftir Gail Waesche Kislevitz, sem kom út árið 2002, hvetur hún konur áfram. Gísli Ásgeirsson þýðandi hefur íslenskað hluta af frásögn hennar svona: „Lánið hefur leikið við mig í lífinu. Foreldrar mínir og Arnie sögðu mér að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég lét mér aldrei nægja að leika mér bara með dúkkur eða vera bara klappstýra. Vissulega lék ég mér með dúkkur og gekk í kjólum en ég klifraði líka í trjám og var kappsfull í íþróttum. Eftir ævintýrið í Boston skildi ég að margar konur í heiminum alast upp án þessa stuðnings og án þess að vita að þeim eru engin takmörk sett. Ég vildi ná til þessara kvenna og gera eitthvað til að breyta lífi þeirra. Það eina sem þarf er að þora að trúa á sig og taka eitt skref í einu." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Leg kvenna átti að ganga úr lagi við hlaup og fætur þeirra að afmyndast. Þeim var líkamlega ómögulegt að hlaupa maraþon og keppni kvenna í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 hafði sýnt, svo ekki varð um villst, að konur höfðu ekki líkamlega burði til að keppa í meira en 200 metra hlaupi. Um þetta skrifuðu lærðir menn og læknar lýstu því yfir í virðulegum blöðum að meira álag þyldu konur bara ekki. Sumir keppendanna í 800 metra hlaupinu voru nefnilega svo örmagna eftir hlaupið að skömm var að en ekki til marks um einurð og hörku sem þó voru orð sem notuð voru þegar karlkyns keppendur komu örþreyttir í mark. Það var ekki fyrr en 32 árum síðar, eða á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 að konur fengu aftur að reyna fyrir sér í 800 metra hlaupi. Þegar Kathrine Switzer læddi sér inn í Boston-maraþonið árið 1967 máttu konur ekki hlaupa maraþon. Þegar hlaupstjórinn varð hennar var hljóp hann á eftir henni öskrandi að hún ætti að drulla sér úr hlaupinu og skila keppnisnúmerinu, konur mættu ekki vera með. Kathrine hlýddi honum ekki og með hjálp annarra keppanda tókst henni að ljúka því. Mótshaldarar vildu þó þrjóskast við, neituðu að færa hlaup hennar til bókar og vildu herða reglur sem útilokuðu konur frá keppni í langhlaupum. En boltinn var farin að rúlla og konur farnar að hlaupa og næstu árin hlupu æ fleiri konur í maraþonhlaupum þótt þær hefðu ekki til þess leyfi. Eftir hlaupið ákvað Kathrine að helga sig baráttunni fyrir jöfnum tækifærum karla og kvenna í íþróttum. Svo fór að kvennabanninu var aflétt í Boston-maraþoninu árið 1972 og á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 fengu konur fyrst að keppa í maraþoni. Komið hefur í ljós að frammistaða kynjanna er jöfnust í lengstu þolgreinum. Ekki er vitað til þess að hlaup hafi gert nokkra konu ófrjóa eða að leg nokkurrar þeirrar hafi gengið úr lagi við hlaupin. Reyndar hljóp kona í Chicago-maraþoninu í fyrra þótt hún væri gengin fulla meðgöngu og sjö klukkustundum síðar ól hún heilbrigða dóttur. Hreyfing, ekki síst hlaup, dregur úr kvíða, hættu á því að fá beinþynningu, ýmsum tegundum krabbameina og lífsstílssjúkdóma. Hlaup styrkja líkamann og auka sjálfsálit fólks. Ef fólki líður ekki vel í eigin skinni er erfitt fyrir það að njóta þess til fulls að vera til. Líði fólki hins vegar vel í eigin skinni á það auðveldara með að takast á við annir hversdagsins og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Okkur þykir vert að rifja upp þessa sögu þegar styttist í næsta Kvennahlaup ÍSÍ. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990. Hlaupin eru tilvalin leið til að taka fyrstu skrefin í átt til heilbrigðari lifnaðarhátta og minna sig á mikilvægi þess að halda sér í góðu formi –í því felst mikið frelsi. Hlaupið er ekki síður mikilvæg áminning um að frelsi fæst ekki gefins heldur þarf átak til og hugrekki til að ganga gegn fyrirfram gefnum hugmyndum samfélagsins. Konur mega og geta hlaupið. Áðurnefnd Kathrine Switzer hefur notað hlaup sem samlíkingu um kvennabaráttu almennt. Í bókinni The Spirit of Marathon eftir Gail Waesche Kislevitz, sem kom út árið 2002, hvetur hún konur áfram. Gísli Ásgeirsson þýðandi hefur íslenskað hluta af frásögn hennar svona: „Lánið hefur leikið við mig í lífinu. Foreldrar mínir og Arnie sögðu mér að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég lét mér aldrei nægja að leika mér bara með dúkkur eða vera bara klappstýra. Vissulega lék ég mér með dúkkur og gekk í kjólum en ég klifraði líka í trjám og var kappsfull í íþróttum. Eftir ævintýrið í Boston skildi ég að margar konur í heiminum alast upp án þessa stuðnings og án þess að vita að þeim eru engin takmörk sett. Ég vildi ná til þessara kvenna og gera eitthvað til að breyta lífi þeirra. Það eina sem þarf er að þora að trúa á sig og taka eitt skref í einu."
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun